Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 69
BREIÐFIRÐINGUR
67
fékk eg mikla peninga. Ólafur prófastur var fyrsti vandalausi
maðurinn, sem mér fannst að fyndi eitthvað nýtilegt í mér og
áhrifum hans á mig gleymi eg aldrei. Mér þykir alltaf vœnt um
hann.
Haustið 1916 kom eg að Hjarðarholti. Pá spurði Ólafur pró-
fastur mig eftir líðan minni og aflafeng yfir sumarið. Eg sagði
honum að mér væri farið að ganga vel að fiska á skútu, eg hefði
þénað eitt þúsund krónur yfir úthaldið, sem var rúmir fjórir
mánuðir. Það væri ágætt. Pá segir Ólafur prófastur og gengur
rösklega um gólfið: „Það er ósköp að hugsa sér það, að strák-
pútti sem ekkert hefur til sín kostað skuli fá nærri eins mikla
peninga fyrir hluta af sumrinu, eins og eg fæ fyrir prestskap-
inn. Eg fæ heilar 1300 krónur fyrir hann yfir allt árið.“
Presturinn
Ólafur Ólafsson prófastur í Hjarðarholti 1902-1919. Ólafur
prófastur hafði bara eina kirkju, Hjarðarholt. Hann afgreiddi
öll sín prestsverk með prýði. Hann húsvitjaði, eins og venja
var í þá daga hjá prestum, sem litu eftir kennslu barna og
fleiru. Fermingarbörnum veitti hann miklu meiri undirbúning
fyrir ferminguna heldur en flestir prestar gerðu. Hann hafði
börnin hjá sér í fimm daga. Honum var sérstaklega umhugað
um, að börnin nytu, sem allra best, þessara fimm daga fræðslu
undir ferminguna.
Það var stundum álitið, að hann væri dálítið hrjúfur, en
meðan hann bjó börnin undir ferminguna var hann alltaf
bljúgur og skemmtilegur.
Prestskapurinn var hans hjartans mál. Hann flutti ræðurnar
af skörungsskap, greind ogþekkingu. Hann fór á kirkjurnar til
athugunar varðandi skyldustörf prestanna.
Ef allir íslensku prestarnir hefðu kennt Guðs orð eingöngu
samkvæmt Heilagri Ritningu, eins og Ólafur prófastur gerði,
þá væri Kristilegt trúarlíf íslensku þjóðarinnar í miklu meiri
blóma núna heldur en það er yfirleitt. Hann uppfyllti orð
Heilagrar Ritningar: „Allt sem þér viljið að mennirnir geri
yður, það skulið þér og þeim gera.“