Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 72
70
BREIÐFIRÐINGUR
Hvaða gagn hafði eg af skólanum í Hjarðarholti
Þegar eg lít fyrir farinn veg þá staðnæmist hugur minn hjá
ýmsu góðu fólki, bæði lifandi og látnu. Tveir löngu látnir
menn Jóhann Brynjólfsson og séra Ásgeir Ásgeirsson hafa birst
mér í draumi og gefið mér leiðbeiningar, gullvægar lífsreglur.
Það voru þeir Ólafur prófastur Ólafsson í Hjarðarholti og
Jón Lárusson í Arnarbæli, sem skildu mest eftir í mér af verð-
mætum minningum.
Eg gleymi aldrei þessum orðum Ólafs prófasts: „Komdu
aftur.“ Þessi orð hafa haft djúptækari áhrif á mig heldur en
nokkur önnur orð, sem töluð hafa verið til mín af óviðkom-
andi fólki. Þau sýna hversu mikla samúð Ólafur prófastur bar
til mín, lítilsigldum strákpútta. Eg tel að með þessum orðum
hafi hann lagt hornsteininn að lífsbraut minni frá þeim tíma.
Eg veit svo margt, sem út af þeim hefur komið mér til blessun-
ar. Það sem eg lærði hjá Ólafi prófasti hefur verið mér vopn í
lífsbaráttunni á svo mörgum sviðum, t.d. fékk ég kennara-
stöðu einn vetur við barnakennslu.
Eg varð stilltari, háttprúðari og gætnari í orðum, ófeimnari
og lærði að umgangast fólk. Það var mér líka ómetanlega mik-
ils virði að hitta fyrir þennan mikla mannvin, sem skildi mig og
vildi gera fyrir mig það sem hann vissi að mér yrði fyrir bestu.
Þess vegna verðskuldar þessi maður að eg dragi fram í dags-
ljósið, að hann Ólafur prófastur flokkaði ekki fólkið. Eg hafði
meira upp úr því að kynnast honum og vera nemandi hjá
honum heldur en eg get lýst með orðum. Eg hefði aldrei farið
að Hólum ef eg hefði ekki lært að lesa og læra í Hjarðarholti
og svo fjöldamargt annað. Það voru margþætt verðmæti bæði
andleg og efnisleg, sem hægt var að læra af Ólafi prófasti.
Hugur minn fyllist alltaf þakklæti til hans þegar eg rifja upp
minningarnar frá Hjarðarholti. Það er eðlilegt, að ómótað
ungmenni verði fyrir sterkum áhrifum af þeim manni, sem er
hafinn yfir fjöldann.
Fyrri veturinn minn á Hólum varð námið léttara vegna
dvalar minnar í Hjarðarhoitsskóla. Eg er viss um það, að ef eg
hefði ekki farið að Hjarðarholti, þá hefði eg aldrei fengið eins