Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 73
BREIÐFIRÐINGUR
71
góða konu og raun varð á sem eg álít að sé og hafi verið mann-
kostarík og mikilhæf kona, ein af bestu íslandsdætrum.
Ef Ólafur prófastur hefði ekki sagt þessi orð við mig:
„Komdu aftur“, þá hefði lífsferill minn órðið erfiðari á
mörgum sviðum. Pað er ljósasti votturinn um árangur af
skólaveru minni í Hjarðarholti, að eg lærði þar að búa hugs-
anir mínar í þann búning, að hann væri allstaðar frambæri-
legur og byggður á traustum grundvelli.
Eg skrifaði oft beiðni til ýmsra háttsettra manna, sem oftast
báru ágætan árangur. Hver sá maður, sem lifað hefur í kyrr-
stöðu og aíturför andlegs þroska í þrjú ár, á sínum bestu fram-
fara- og þroskaárum æfinnar, hann þarf langan tíma til þess að
ná sér það vel upp, að hann geti orðið jafnöldrum sínum sam-
ferða.
Hugsj ón mín var það að læra að lesa og verða bóndi í sveit.
Ef Ölafur prófastur hefði ekki sagt þessi orð við mig:
„Komdu aftur.“ Hvað hefði eg þá orðið?
Sigtryggur
Árið 1902. Það er talið að Björn sýslumaður á Sauðafelli og
Kjartan Helgason í Hvamrni í Dölum hafi unnið að skóla-
stofnun í Búðardal um og eftir aldamótin síðustu. Talið er, að
sá skóli hafi staðið stutt og verið aðallega í námskeiðaformi.
Sigtryggur Jónsson fyrrverandi bóndi á Hrappstöðum segir
svo frá skólahaldi í Hjarðarholti:
„En árið 1902 kemur nýr maður til sögunnar sem veldur
straumhvörfum á þessu sviði. Það er séra Ólafur Ólafsson í
Hjarðarholti. Honum eiga Dalamenn meira að þakka í
þessum efnum, en nokkrum einum manni öðrum. Hann stofn-
aði unglingaskóla í Hjarðarholti 1910 og starfrækti hann.með
ágætum um alllangt árabil. Þangað sóktu ungmenni úr Dala-
sýsiu og víðar að nienntun sína, sem óhætt má telja að hafi
reynst þeim farsælt veganesti á lífsleiðinni. Er ekki of djúpt
tekið í árinni þó sagt séj, að séra Ólafur hafi verið brautryðj-
andi í sínu héraði í félags- og menriingarmálum. Ungmennafé-
lagið Ólafur pái í Laxárdalshreppi, hið fyrsta í Dalasýslu, var