Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 77
Þorsteinn Jónasson, Jörva í Haukadal
Tveir svipir
Jörvi í Haukadal í Dölum er kunnur sögustaður. Þar bjó sama ættin
um alllangt skeið og þar glumdu gleðileikar - Jörvagleðin. Frá árinu
1941 hefur búið á Jörva Þorsteinn Jónasson hreppstjóri. Hann er at-
hugull og margfróður maður, enda hniginn að aldri og hefur líkt og
margir jafnaldrar lifað viðburðaríka ævi.
Á sínum yngri árum dvaldi Þorsteinn við nám á Hvítárbakka um
tveggja vetra skeið, 1925-1927. Seinna sótti hann tíma í norrænum
fræðum við Háskóla íslands. Að námi loknu stundaði hann barna-
kennslu um skeið.
í eftirfarandi frásögnum segir Þorsteinn frá tveimur dularfullum
atvikum, öðru, sem gerðist á heimaslóðum en hinu á Hvítárbakka-
skóla.
Á Hvítárbakka
Ég var nemandi á héraðsskólanum á Hvítárbakka í tvo vetur.
Var það í byrjun námstímans seinni veturinn, sem það atvik
bar fyrir mig, er hér verður sagt frá. Ég hafði verið beðinn að
gegna starfi umsjónarmanns skólans í þrjá daga vegna fjar-
veru þess, er starfinu átti að gegna. - Nú átti ég að gæta þess
að ljós væru slökkt á réttum tíma á kvöldin og einnig að líta
eftir því, að piltar væru ekki í herbergjum stúlknanna, er ljós
voru slökkt á kvöldin, o. s. frv.
Fyrsta kvöldið er ég hugðist gegna þessu starfi, fór ég upp á
svokallað kvennaloft. Þar voru fjögur herbergi fyrir stúlkur,
tvö og tvö, sitt í hvorum enda loftsins, en undir loftinu voru
tvær kennslustofur og gangur meðfram þeim, sem kallaður var
skólagangur. Úr innri enda gangsins lá stigi upp á loftið. Þegar
ég hafði athugað að allt væri í lagi á loftinu, sný ég til baka og
niður stigann. Sé ég þá að maður stendur upp við þilið, er vissi