Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 78
76
BREIÐFIRÐINGUR
að kennslustofunum. Á hinni hlið gangsins voru tveir gluggar
stórir og lagði inn um þá birtu frá tungli. Þegar ég sá manninn,
brá mér lítið eitt, því ég átti þar ekki von á neinum. Dyrnar á
fremri enda gangsins voru opnar í hálfa gátt og var þar lítið
skot bak við hurðina. Er ég hafði horft á manninn stutta stund,
kannaðist ég ekki við að hann væri úr okkar hópi, sný mér
samt að honum og segi: „Það er best að þú verðir mér sam-
ferða út“, en hann hreyfðist ekki. Rétti ég þá út vinstri hönd-
ina og ætlaði að taka í öxlina á honum, en þá fór hann að þok-
ast til hliðar fram með þilinu. Ég fór með hægð á eftir, þar til
hann hverfur í skotið á bak við hurðina. Þegar svo var komið
voru ekki aðrir kostir fyrir hendi, en leita í skotinu fyrir aftan
hurðina, en þá greip ég í tómt. Þar var ekkert að finna og út
um dyrnar gat hann ekki farið. Gekk ég síðan út og lokaði
ganginum en gat ekki um þetta við neinn að sinni.
Maður þessi eða svipur kom mér þannig fyrir augu að hann
væri tæpast meðalmaður á hæð en dálítið þrekinn. Ljós yfir-
litum með ljósleitt hár, sem skipt var í hægri vanga og greitt til
vinstri. Hann var í dökkum jakka og dökkgráum buxum og
blárri peysu.
Seinna um veturinn sagði ég frá þessu og kom þá upp úr kaf-
inu að svipað atvik hafði komið fyrir öðru hvoru undanfarna
vetur og var það sett í samband við pilt, er dáið hafði á fyrstu
árum skólans á Hvítárbakka.
í Skuggabrekku
Ég byrjaði búhokur að Oddsstöðum í Miðdalahreppi. Dvaldi
þar í sjö ár.
Það bar við á sunnudaginn næstan fyrir réttir að ég kom
framan úr Haúkadal og fór Saurstaðaháls. Var orðið hálf
skuggsýnt. Reið ég jörpum hesti, sem ég átti, röskum klár-
hesti. Er ég kom miðja vegu niður á hálsinn, er þar örnefni,
sem kallað er Skuggi, en sunnan undir klettabungunni er
brekka, kölluð Skuggabrekka. Liggur leiðin neðantil við
brekkuna. Var venja að fara þar af baki í brekkunni. Ætlaði