Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 78

Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 78
76 BREIÐFIRÐINGUR að kennslustofunum. Á hinni hlið gangsins voru tveir gluggar stórir og lagði inn um þá birtu frá tungli. Þegar ég sá manninn, brá mér lítið eitt, því ég átti þar ekki von á neinum. Dyrnar á fremri enda gangsins voru opnar í hálfa gátt og var þar lítið skot bak við hurðina. Er ég hafði horft á manninn stutta stund, kannaðist ég ekki við að hann væri úr okkar hópi, sný mér samt að honum og segi: „Það er best að þú verðir mér sam- ferða út“, en hann hreyfðist ekki. Rétti ég þá út vinstri hönd- ina og ætlaði að taka í öxlina á honum, en þá fór hann að þok- ast til hliðar fram með þilinu. Ég fór með hægð á eftir, þar til hann hverfur í skotið á bak við hurðina. Þegar svo var komið voru ekki aðrir kostir fyrir hendi, en leita í skotinu fyrir aftan hurðina, en þá greip ég í tómt. Þar var ekkert að finna og út um dyrnar gat hann ekki farið. Gekk ég síðan út og lokaði ganginum en gat ekki um þetta við neinn að sinni. Maður þessi eða svipur kom mér þannig fyrir augu að hann væri tæpast meðalmaður á hæð en dálítið þrekinn. Ljós yfir- litum með ljósleitt hár, sem skipt var í hægri vanga og greitt til vinstri. Hann var í dökkum jakka og dökkgráum buxum og blárri peysu. Seinna um veturinn sagði ég frá þessu og kom þá upp úr kaf- inu að svipað atvik hafði komið fyrir öðru hvoru undanfarna vetur og var það sett í samband við pilt, er dáið hafði á fyrstu árum skólans á Hvítárbakka. í Skuggabrekku Ég byrjaði búhokur að Oddsstöðum í Miðdalahreppi. Dvaldi þar í sjö ár. Það bar við á sunnudaginn næstan fyrir réttir að ég kom framan úr Haúkadal og fór Saurstaðaháls. Var orðið hálf skuggsýnt. Reið ég jörpum hesti, sem ég átti, röskum klár- hesti. Er ég kom miðja vegu niður á hálsinn, er þar örnefni, sem kallað er Skuggi, en sunnan undir klettabungunni er brekka, kölluð Skuggabrekka. Liggur leiðin neðantil við brekkuna. Var venja að fara þar af baki í brekkunni. Ætlaði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.