Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 93
Tvö gömul bréf
Staðarfelli dag 12. maí 1853.
Herra sekretéri og alþingismaður
Jón Sigurðsson.
Það er líklegt að yður muni þykja það undarlegt að ég fer að
skrifa yður þetta bréf og það því heldur, sem ég hefi aldrei
skrifað yður fyrri, en ég verð að biðja yður að virða það á betra
veg, og það gjörir mig enn þá djarfari að ég þykist geta talið
mig í ætt við yður.
En þessar línur eiga að minnast á eitt það málefni, sem
marga varðar, enda þó ég sé nú ekki vel fær að skrifa um
þvílíkt, eður eins og ég hefði óskað, ogþó ég viti að margar og
velmeintar tillögur manna séu ekki ætíð strax vel heyrðar, og
að þá sé líklegt að kvenfólkið eigi ekki von á góðu þegar það
kemur með sínar tillögur, en hvað um það, það er þá hugur-
inn, sem ber mig hálfa leið.
Málefni það, sem ég ætla mér nú að leyfa mér að minnast á
við yður er eiginlega um 15. grein í hinum nýju veiðilögum.
Það er orðin hér almenn umkvörtun að fjarlægð sú sem þessi
grein í veiðilögunum tiltekur um það, hversu nálægt menn
megi skjóta selalögnum, dugi ekki til að vernda réttindi þeirra
sem látur eiga. Hér á Staðarfelli hafa nú lengi verið selalagnir,
og fyrir sjö árum síðan fengust oftastnær hundrað selir á ári.
Bráðum var farið að veiða þenna sel með skotum hér á
fjörðum og víkum, og vóru einkum þurabúðarmenn úr Stykk-
ishólmi sem tóku það fyrir. Þetta hefur komist svo í vöxt á
seinni árum að svo lítur út sem selaveiði í nótum ætli hreint að