Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 94
92
BREIÐFIRÐINGUR
gánga hér til þurðar, svo í staðinn fyrir að áður fengust um
hundrað, þá fást nú ekki nema milli 20 og 30 selir á ári. Menn
hafa leitast við að banna þessi skot, en það hefur komið fyrir
ekki, vegna þess að hægt er að skjóta til skaða bæði á fjörðum
og víkum, þó ekki sé skotið nær lögnum en lög ákveða, með
því líka bágt er að banna á sjónum að skytta fari ekki inn fyrir
þetta takmark, sem veiðilögin tiltaka, en vegna þess að þetta
verður ekki bannað, þá er ekki einungis láturselurinn drepinn
niður, heldur og einnig fældur í burtu með skotunum. Þar að
auki er því svo varið á vetrum, þegar firði leggur, þá fer allur
selurinn burtu, eins og þegar sauðir strjúka á afrétt og fer hann
þá annaðhvort fram í Breiðafjörð, eður þó mun mest af
honum fylgja ísskörinni, og þar er hann drepinn hrönnum
niður með skotum og eins það af honum sem lengra fer. Með
þessu móti skerðast réttindi manna, hinum bestu hlunnindum
jarðanna er spillt, og þar af flýtur að jarðir byggjast ekki nema
með hálfu minni leigumála en áður, ef ekki er bót á ráðin með
nýju lagaboði; því eins og áður er áminnst, geta ekki veiðilög-
in, eins og þau eru nú, ráðið bót á þessu.
Ég hefi heyrt að menn ætli að senda bænaskrá héðan úr sýsl-
unni til Alþingis um þetta málefni, og þareð ég hefi heyrt að
þér verðið fulltrúi á Alþingi í sumar, þá eru það innileg tilmæli
mín til yðar, að þér styrkið þetta mál svo að það gæti fengið
áheyrn hjá þinginu og orðið hið fyrsta að lögum. Verði nú
farið að breyta þessari grein í veiðilögunum á annað borð, sem
ég vona að verði, þá er óskandi að það verði þannig gjört, að
réttindum manna verði betur borgið en áður, en ég skil ekki að
það verði með öðru móti en því, að bannað sé að skjóta á
öllum þeim fjörðum, sem látur hafa, í staðinn fyrir að eftir
veiðilögunum má skjóta einungis hálfa mílu frá lögnum eða
látrum sem reynslan sýnir að er lítið betra en ekki neitt.
Þér getið nærri að mér muni ekki gánga eigingirni til að
biðja yður að styðja þetta mál, þóað mér tilheyri hér nokkrar
jarðir, sem selalagnir hafa. - Ég er nú komin hátt á áttræðis-
aldur og býst því ekki við að hafa lengi hagnað eður skaða af
þessu. En það er fyrir eftirkomendur mína, eður þá, sem