Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 95
BREIÐFIRÐINGUR
93
þessar jarðir kynnu að fá eftir mig, að mig lángar til að þessu
yrði breytt til betra, því mér sýnist það vera rétt. Þannig ætla
ég nú að enda þetta bréf, með hinum sömu tilmælum til yðar,
og get þess, að oft hefur mig lángað til að sjá yður, en ætla að
það muni nú ekki verða héðanaf.
Með hugheilum óskum kýs ég að mega nefna mig yðar
elskubundna ættsystur.
Jarðþrúður Benidiktsen
Bréf til Jóns Guðmundssonar
bónda á Veðrará í Önundarfirði
p. t. Ólafsdal, 18. des. 1894.
Kæri vin.
Bestu þakkir fyrir þitt góða bréf nú síðast meðtekið 2. þ. m.
Ég verð að segja að nú sé lítið til af fréttum sem ég get sagt til
nýjunga.
Vellíðan mín og allra hér um pláss það ég veit. - Það eina
sem héðan er að frétta er mjög mikill fjárskaði af drepsótt
(bráðapest) svo mikill sumstaðar, t. d. á Skarðsströndinni eru
farnar 70 fjár á Skarði - 50 í Búðardal eins á Ballará og 30 í
Fagradal ytri.
Ágætlega vegnar hér verslunarfélaginu, hefur það fengið
vörur fyrir 72 þús. krónur og sent út aftur 36 hesta (veit ekki
um verð á þeim enn) - 23.500 pund af ull - No 1 á 59 1/2 au.
No 2 á 55 1/2 au. No 3 á 40 au. Verð rúm 12 þúsund krónur. 454
pund dúnn óseldur-og í haust sendi það 6.148 kindur og verð
fyrir það að öllum kostnaði frádregnum 88.841,80 au. Fékkfé-
lagið rúm 30 þús. krónur í peningum, sem útbýtast á aðal-
fundi, eiga sumar deildir inni 3-4 þús kr. Féð sem félagið sendi
var að meðaltali talsvert léttara en í fyrra sem á hverri kind
munar hérumbil 4-5 pundum. - 100 punda kindin er nú á 11