Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 96
94
BREIÐFIRÐINGUR
kr. 43 au. - í fyrra á 10.66 au. Vænsta kindin, sem vóg 170
pund verður nú á 27 kr. 95 au. Ég fékk fyrir 1 sauð sem vóg 147
pund 22 kr. 57 au, og fyrir 6 sauði 108 kr. 31 au.
Ég verð að segja þér hvað ég set á af kindum, fyrst þú sagðir
mér frá þinni eign af lifandi pening. Ég á 2 hesta tamda, 2
tryppi veturgömul og set á 20 ær, 20 lömb og 15 sauði og 2
hrúta, hef misst í bráðapest 5 kindur. Setti alls á 52 kindur.
Ekki fór ég neitt vestur í sumar er leið. Ég var heima og
heyjaði fyrir kindunum o. fl. í vor var ég út í Skarðsstöð hjá
kaupmanninum við kjallarahleðslu. Nú er ég hér og verð
heima í vetur; búinn að vera hér í 3 vikur við reikinga félags-
ins. Verð kannske eitthvað við barnakennslu síðari part í
vetur hjá prófastinum okkar.
Jóhannes bróðir þinn skrifar þér allar fréttirnar af sér og
allar fréttir aðrar. Þú leyfðir mér að ég mætti sjá bréfið hjá
Jóa, og fékk ég það. Skal ég segja þér það í einu orði, að hvert
það sem þú getur um Vestfirðingana - er fyrir víst hvert orð
satt. - Mér hefur fallið mjög vel þar sem ég hefi verið í Ögur-
sveitinni og sumstaðar ágætlega.
Pú hefur enga skemmtun af þessu þvaðri og vill best til að þú
færð annað bréf betra frá bróður þínum Jóhannesi. - Mikið
leiðist mér eftir mynd af þér og þá sjálfsagt af konunni þinni,
eitthvað vorum við búnir að tala um það áður. Ef þú sendir
mér mynd af þér, skal ég gjöra slíkt hið sama þegar ég hefi
látið taka af mér mynd.
Ég vona að þú skrifir mér aftur og lofir mér að vita hvort þú
færð þennan miða.
Fyrirgefðu hastinn,
þinn einlægur skólabróðir
Benedikt Magnússon.