Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 100

Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 100
98 BREIÐFIRÐINGUR þessum hesti, því ég man hann vel. Það er ekkert oflof þótt ég segi að hann væri afburða gripur. Hann var góður til reiðar, þýður brokkari. Klyfjahestur var hann betri en nokkur annar, sem ég hefi komist í kynni við. Reiðingur fór svo vel á honum að aldrei þurfti að laga á honum, eftir að upp hafði verið látið. En margt var skrýtið við þennan höfðingja. Aldrei þurfti að bjóða honum að vera nema fremst í lest, ef teymt var, annars rykkti hann. Væri lest rekin var hann ávallt á undan, fram fyrir sig þoldi hann engum öðrum hesti að fara, enda oftast drjúgan spöl á undan lestinni, svo var fetgangurinn drjúgur. Ekki var hann laus við að vera styggur, en ljúfur eftir að hann var handsamaður. Framan af árum var hann óþekkur að láta járna sig, einkum á framfótum. Einn nágranni okkar kallaði hann Framlappa-Jarp. Ávallt var honum treyst best fyrir þyngstu böggunum, hvort heldur var um að ræða heyband eða annað. Á síðari árum var hann mikið notaður til dráttar með öðrum hestum. Pá rann honum stundum í skap, ef honum þótti félag- inn duga illa. Svo var hann gildur um búk, að þegar hnakkur var á hann lagður, náði tæplega venjuleg hnakkgjörð. Með þessum hesti vann ég lengi, enda samfylgdin löng. Hann var ekki felldur fyrr en hann var 26 vetra. Slíkir stólpagripir eru vandfundnir og þeir eru búmannsþing. Mörgum mun hafa þótt nafn hans allkynlegt. Það var þannig tilkomið að hann hét eftir fyrsta hesti sem nafni minn eignaðist, en sá hestur mun hafa verið frá einhverjum Ölafi Rósinkrans. Mér hefur orðið tíðrætt um þennan fallna vin minn, sem bar mig fyrstu ferðina í kaupstaðinn. Segir nú ekki af ferðum okkar nafna fyrr en við komum í kaupfélagið í Króksfjarðar- nesi. Þar bar nú sitt af hverju fyrir augu, sem mér þótti furðu- legt. Minnisstæðastur er mér þó kaupfélagsstjórinn, sem hét Jón Ólafsson. Hann tók vel á móti mér, gaf mér rúsínur og fleira sælgæti, sem ég man enn þá hve mér þótti gott. Frostciveturinn 1917-1918 Eins og allir vita var frostaveturinn 1917-1918 harður og frostamikill. Frá þeim vetri man ég marga hluti. Lilja Jóns-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.