Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 101
BREIÐFIRÐINGUR
99
dóttir ljósmóðir var þá í húsmennsku á Tindum. Með henni
voru tvær telpur eitthvað eldri en ég. Einn dag í góðu veðri
fékk ég að fara með þeim fram í varphólmana á Tindum. Allt
var auðvitað ísilagt. í vestari hólmanum er tjörn. Þar voru
niðurfrosnir tveir svanir. Teirri sjón gleymi ég aldrei. Ég vissi
að álftahreiður hafði verið í hólmanum og sennilega hafa þetta
verið álftahjónin. Ekki veit ég til að álftir hafi verpt þar síðan.
Árið 1912, um vorið, kom að Tindum vinnukona að nafni
Guðbjörg Þórarinsdóttir. Hún hafði þá undanfarin ár verið á
Kleifum í Gilsfirði hjá Stefáni Eyjólfssyni og Önnu Eggerts-
dóttur. - Á þessum kalda vetri vermdi hún oft kaldar hendur
og fætur á litlum dreng, svo og síðar á lífsleiðinni. Hún var
með afbrigðum vel verki farin og dugleg, hvort sem hún vann
úti eða inni. Hún hafði verið hjá foreldum nafna míns, þegar
hann var lítill drengur. Hún fór aldrei frá Tindum eftir þetta.
Hún andaðist 1940, háöldruð.
Svo mikill kuldi var í baðstofunni þennan vetur, að hún hél-
aði uppi í mæninum, þó var eldavélin undir baðstofuloftinu.
Það sem mér er eftirminnilegast frá þessum vetri, var, þegar
bæjarlækurinn fraus. - Lækurinn er iítil lind, sem á upptök
nokkru fyrir ofan túnið. Hann þornaði aldrei en gat að vetr-
inum orðið mjög lítill. Þannig hagaði til að hann rann í undir-
göngum á móts við bæjarhúsin og þar inni var vatnsból, þar
sem vatn var tekið í bæ og fjós. í þessum frostum bólgnaði
hann upp ofan til við bæinn og mikil hætta var á því að hann
kæmist í fjóshlöðuna. Ég man eftir að menn komu frá öðrum
bæjum til hjálpar en ekkert dugði. - Nú voru góð ráð dýr.
Þá bjó á Kletti, næsta bæ við Tinda, Jón Einarsson. Það var
hann, sem bjargaði málinu. Farið var í kaupstaðinn og borð-
viður fenginn að láni. Lækurinn var stíflaður nokkuð fyrir
ofan bæjarhúsin. Það var gert með því eina, sem til var til
þeirra hluta, taði úr fjárhúsum. Síðan var smíðaður stokkur úr
borðvið og læknum svo veitt eftir stokknum vestur fyrir bæ.
Hlaðið var snjóhús við enda stokksins. Þar var síðan tekið
vatn í bæ og fjós í langan tíma.