Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 106
104
BREIÐFIRÐINGUR
Jónssonar og Sigurðar Skagfield. Mig hefur víst ekki grunað
þá að ég ætti eftir að kynnast þessum mönnum persónulega og
verða nemandi þeirra.
Mikið var um útreiðartúra á sunnudögum að sumrinu. Þá
var oftast farið vestur í Reykhólasveit, því þar voru reiðgötur
góðar um mela, sem þar eru miklir. Svo heillaði mann skógar-
ilmurinn á Barmahlíð og víðar.
Það var oft venja í Geiradal að hópa sig saman í sveitinni og
ríða til Reykhólakirkju.
Þá þótti líka gaman að fara í Kinnastaðarétt á haustin. Hún
var á fögrum stað við Berufjarðarvatn. Þangað kom ég oft,
fyrst sem drengur og síðar sem útréttarmaður á fullorðinsár-
um.
Svanirnir á Gilsfirði
Á þessum árum þegar ég var að alast upp var slæmur vegur í
kringum Gilsfjörð. Annaðhvort þröngar götur hátt í hlíðum
eða farið í fjörunni. - Bifreiðar komu ekki kringum Gilsfjörð
fyrr en eftir 1930. Þó gat það á fögrum sumardegi verið heill-
andi að fara í kringum Gilsfjörð, hlusta á svanasönginn og sjá
þessar mjallhvítu, vængjuðu hjarðir, sem þar héldu sig í
hundraða tali. Álftirnar lifa nokkuð á grasi og einnig á sjávar-
jurt þeirri er marhálmur nefnist, en af honum var mjög mikið
við Breiðafjörð. Svo var það á árunum um 1930 að einhver
veiki kom í þennan gróður svo hann hvarf að mestu. Þá
hrundu álftirnar niður. Ég man vel eftir þessu. Horaðar voru
þær við dý og keldur og vesluðust upp.
Gestaheimsóknir
Á Tindum var mikill gestagangur árið um kring. Nafni minn var
gjaldkeri sparisjóðs Geirdælinga. Þar af leiðandi áttu margir
við hann erindi. Peningar í umferð voru ekki miklir á mínum
uppvaxtarárum. Þau voru ekki öll stór sparisjóðslánin í þá
daga. Stundum aðeins fimmtíu krónur. Ég vissi vel um þetta,
því eftir að ég varð fullorðinn skrifaði ég alloft undir slík lán
með einhverjum öðrum sem ábyrgðarmaður. Ábyrgðarmenn
þurftu alltaf að vera tveir, hversu lág sem upphæðin var.