Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 108
106
BREIÐFIRÐINGUR
Þórður fórum á kreik klukkan 7 morguninn eftir og hann fór
af stað til Króksfjarðarness með einn reiðingshest en ég gaf
ferðahestunum. Hinir samferðamenn hans fóru svo þegar
bjart var orðið.
Seinna um daginn, rétt fyrir myrkur sat ég við glugga og
horfði niður á veginn. Sá ég þá að ferðamennirnir, sem gist
höfðu um nóttina, mjökuðust í vesturátt. Pá var komið besta
veður og munu þeir hafa haldið heim um nóttina.
/ kristinna manna tölu
Ég var fermdur á hvítasunnu 1927. Pá bráðum 15 ára. Ég var
illa á ár kominn, eins og þá var kallað, fæddur 5. ágúst. Við
vorum fjögur fermingarsystkinin: Guðrún Jónsdóttir frá Gils-
fjarðarmúla, nú búsett í Kópavogi, Eggert Jónsson frá Gils-
fjarðarbrekku, nú húsgagnasmiður í Reykjavík og Friðrik
Ingólfur Helgason frá Gautsdal, nú búsettur á Akranesi.
Kirkjan var í Garpsdal og þar vorum við til spurninga hjá
séra Ásgeiri Ásgeirssyni, er þá var prestur í Hvammi í Dölum.
Hann var okkur góður og elskulegur. Svo rann upp fermingar-
dagurinn, bjartur og fagur. Nafni minn var þá rúmfastur, en
hann var árum saman þjáður af liðagigt. Hann átti þá jarpan
gæðing, afbragð annarra hesta. Ég fékk hann til reiðar á ferm-
ingardaginn. - Oft hefi ég hugsað um það síðan, að varla
munu margir fermingardrengir hafa setið á slíkum gæðingi á
fermingardaginn sinn. Ég man vel eftir fermingagjöfunum
mínum. Nafni minn gaf mér nýjan hnakk eftir Jón söðlasmið
í Tröllatungu. Líka gaf hann mér koffort, nýtt og fallegt. Mín
gamla og góða Guðbjörg Þórarinsdóttir gaf mér silfurbúna
svipu. Já, og ekki má gleyma fermingarfötunum, sem Ragn-
heiður húsfreyja saumaði á mig. En svipuna og koffortið á ég
enn.