Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 109
Þórbergur Ólafsson
Skógurinn á Hallsteinsneshlíð
Eyðing skógarins og endurnýjun
„Landið var skógi vaxið milli fjalls og fjöru“, hefur víða mátt
lesa þar sem greint hefur verið frá gróðureyðingu á íslandi frá
því er land fyrst byggðist.
Varðandi Hallsteinsneshlíð sem hér verður lítillega fjallað
um, kemur þetta heim við frásögn í Gísla sögu Súrssonar, þar
sem segir frá bræðrum tveim (Vésteinssonum) er fengu far sjó-
leiðis með Gesti Oddleifssyni í Haga á Barðaströnd og fóru í
land í Grenitrésnesi, sem er utarlega á Hallsteinsnesinu, á
móts við bæinn Laugarland hinumegin við fjörðinn en fara svo
huldir skógi inná Kollabúðareyrar og vógu þar Þorkel bróður
Gísla Súrssonar á Þorskafjarðarþingi, en hverfa síðan í
skóginn.
Eyðing skóganna, síðan nefndur atburður gerðist, hefur
víða orðið hrikaleg á stórum svæðum en þó mjög mismunandi,
samanber örnefni kennd við skóg, sem er nú að mestu eða al-
veg horfinn.
Hefur búpeningur landsmanna og eldiviðarskortur, sem og
kolagerðin til járnsmíða, eflaust átt stóran þátt í eyðingu skóg-
anna, en þó kannske mest timburskorturinn því eins og
margar frásagnir greina frá var skógurinn höggvinn til raft-
viðar undir torfþök, sem var helsti byggingarmáti landsmanna
allt frá landnámi og fram um síðustu aldamót.
í öllum fjörðum Austur-Barðastrandarsýslu eru misjafn-
lega stór svæði með skógarleifum sem varðveist hafa í gegnum
aldirnar allt frá landnámi, en hafa orðið fyrir miklum áföllum
bæði frá mönnum og búfénaði.