Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 111
BREIÐFIRÐINGUR
109
Þórbcrgur Ólafsson, skipasmiður frá Hall-
steinsnesi.
staöar í austursýslunni, einkum á fyrri heimstyrjaldarárunum,
að því er vitað er. Þá voru fluttir út fleiri skipsfarmar á ári
hverju, enda flutningar til sjávar sérlega hagstæðir þarna,
meðan stórvaxinn skógur var víða stutt frá flæðamálinu, en
það mun hafa verið nokkurn veginn föst regla að ráðast á skóg-
inn þar sem hann var stærstur, einkum þegar skógur var
höggvinn til raftviðar.
Freistandi er að víkja örlítið nánar að sögu og þýðingu
skógarins fyrir byggðarlagið. Fullkomlega áreiðanlegar
heimildir tel ég mig hafa fyrir því, að á harðindaárunum um
1880 og eflaust oftar, þegar grasspretta var sára lítil og hey-
fengur bænda beggja vegna Þorskafjarðar eftir því, þá hafi
bændur rekið fé sitt á útmánuðum yfir ísinn á firðinum og beitt
á skóginn, sem alltaf stóð uppúr snjónum þar sem hann er
stórvaxnastur, þrátt fyrir mikið fannfergi, vegna skjóls á hlíð-
inni.
Þá var limið sem stóð upp úr snjónum, iðulega höggvið af,
flutt heim á bæina og þótti dágóður fóðurbætir handa kúm og
hélt það lífinu í mörgum gripnum.