Breiðfirðingur - 01.04.1985, Qupperneq 112
110
BREIÐFIRÐINGUR
Þannig hagar til um mestan hluta hlíðarinnar að snjóa leys-
ir, þegar kemur fram á útmánuði og sól hækkar á lofti, enda
var talið að ám, sem kæmu illa undan vetri, væri borgið, ef
hægt væri að koma þeim í skóginn og skjólið að áliðnum vetri,
enda þótt máttfarnar væru svo að reiða varð þær í torfkrókum.
Nú eru aðrir tímar og aðrar kynslóðir koma til með að nýta
þetta land. Nú eru sauðahjarðir eyjabænda hættar að hópast á
þessa hlíð, því að allflestar eyjajarðir eru nú snauðar af sauð-
fé, sem þar til fyrir nokkrum árum gekk þarna í sumarhögum
frá vori til hausts, og margar jarðir í sveitinni eru nú með öllu
sauðkindalausar, enda farnar í eyði þar á meðal Hallsteinsnes,
sem hefur verið í eyði frá 1956.
Þetta má glöggt sjá á gróðrinum, einkum utantil á nesinu í
námunda við túnið, þar sem mestur var ágangur búfjár.
Sem dæmi um breytinguna má nefna, að neðan við túnið er
svo kallað Sauðhúsholt. Nú er það þakið lágvöxnu kjarri og
lyngi, nema þar sem klappir standa upp úr. Svo er einnig um
lágvaxið kjarr er var við fjölfarna sjávargötu frá bænum, þar
sér þess varla merki hvar gatan var og erfitt fyrir gangandi
mann að komast þar í gegn nú, fyrir mittis- og axlarháu
birkikjarri.
Þetta svæði og Hallsteinsneshlíðin öll hefur svo fljótt, að
undrun sætir, endurnýjað það sem frá henni hefur verið tekið,
og hér hefur að nokkru verið lýst, því að frá sjónarhóli leik-
manna virðast þarna óvenju góðar aðstæður, vegna skjólsæld-
ar, því að mishæðir og klettaklif veita skjól á stórum svæðum
allt upp í 15 til 20 metra hæð og kemur það glöggt fram á vexti
skógarins á þeim svæðum.
En þrátt fyrir minnkandi ágang búfjár að undanförnu, er
skógrækt þarna hætta búin, einkum ef sauðfjárvarnargirðing í
innanverðum Þorskafirði brestur. en tii stendurað leggja hana
niður. Virðist hugmynd Hákonar Bjarnasonar fyrrv. skóg-
ræktarstjóra, þ. e. að setja upp girðingu yfir nesið á milli
Þorskafjarðar og Djúpafjarðar (ca. 3 km. löng bein lína)
verða markmið, sem ætti að keppa að.
Innan þeirrar girðingar mundi lenda stærra svæði skógi- og