Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 116
Ólafur Ólafsson frá Hallsteinsnesi
Landnámsjörðin Hallsteinsnes
í Austur-Barðastrandarsýslu
Hallsteinn goði son Þórólfs mostrarskeggs nam Þorskafjörð
og bjó á Hallsteinsnesi. Sonur Hallsteins var Þorsteinn surtur
er fann sumarauka.
Melabók segir að Hallsteinn hafi numið Þorskafjarðar-
strönd hina nyrðri (sem er 16 km löng utan frá Hallsteinsnesi),
móts við Úlf skjálga, er nam Reykjanes allt milli Þorska-
fjarðar og Hafrafells, við Króksfjörð. Þessi landnámamörk
Hallsteins hafa því verið um botn Þorskafjarðar.
Ekki eru nákvæmlega nefnd vesturmörk landnáms Hall-
steins. Af sögnum má með miklum rökum álykta að land-
námsmörkin hafi verið milli landamarka Hallsteinsness og
Barms, sem er næsti bær við Hallsteinsnes Djúpafjarðarmeg-
in.
Bærinn Hallsteinsnes stendur suðvestan yst á nesinu, allhátt
frá sjó, milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Sumarfagurt og
mjög hlýlegt er á Hallsteinsnesi. Liggur túnið afar vel við sól
og suðri, undir vinalegri en lágri og vallgróinni fjallshlíðinni
ofan túnsins, umhverfi allt er túninu mjög skýlt fyrir köldustu
vindáttum. Útsýni mikið til beggja fjarða, svo og út til Breiða-
fjarðaeyja og Snæfellsness með fjallakonung Breiðafjarðar
hinn fríða og fagurgjörða Snæfellsjökul yst á nesinu. eyktar-
mark í nónstað séður frá Hallsteinsnesi.
Jóhann fyrrv. sýslum. Skaftason segir svo í Árbók F. í urn
Barðastrandarsýslu er kom út 1959, bls. 48. „Frjálslegt mun
hafa verið að búa á Hallsteinsnesi, með olnbogarúm til beggja
handa inn með fjörðunum og ekki mjög einangrað, meðan