Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 118
116
BREIÐFIRÐINGUR
Grafar. Hún fellur úr smávatni, sem Kjósarvatn heitir og
rennur áin í Þorskafjörð. í Kjósarvatn rennur lækur á
merkjum nefndra jarða sem heitir Engislækur. Merkin eru frá
upptökum hans í kaldavermsludýi undir svonefndri Barms-
öxl, þar sem Engislækurinn á upptök sín er grasi vaxið svæði
sem heitir Partur. Það er á milli Norðuraxlar og Barmsaxlar.
Parturinn er allstór mýrarflatneskja, sem er austan við Barms-
öxl en norður af Norðuröxl.
Árið 1930 var hluti úr Hallsteinsneslandi seldur Jóni
Guðmundssyni síðar járnsmið á Reykhólum undir nýbýli.
Hann byggði á eyrinni þar sem Grímkellsstaðaá fellur til
sjávar og nefndi nýbýlið Teigsskóg eftir skóginum sem það er
reist hjá, Teigsskógi. Staðarkirkja átti skógarítak í Teigsskógi
sennilega kerlingagjöf. Landamerkjalýsing fyrir nýbýlið
Teigsskóg mun vera til á sýsluskrifstofunni á Patreksfirði.
Mun hún vera efnislega þannig: Mörkin eru um Grímkells-
staðaá að innan, símalínuna að ofan og loks ræður sjónhend-
ing frá þriðja símastaur að utan frá Hellukleif og niður að Síki
sem er smávogkverk, inn úr lóninufyrir ofan Arnhólma á milli
Ytri- og Innri Grænatanga.
Framundan bústaðnum er lágur grashólmi nefndur Flaga,
fer hún aldrei í kaf um flæðir. Yst á eyrinni er allhá klettaborg
er veitir býlinu skjól í stormum inn fjörðinn. Utan við nefnda
eyri sem nýbýlið er á gengur inn vogur sem landmegin er
hömrum girtur. Vogurinn heitir Knarrarvogur. Að utan
myndast vogurinn að nokkru af allstórum og lyngivöxnum
klettahólma er Arnhólmi heitir. Út í Arnhólma liggja tvö rif,
hvort að sínum enda hólmans, myndast grunnt lón þarna á
milli, er sjór fellur út og í eftir sjávarföllum.
Landmegin í ytra rifinu er malartangi eða öllu heldur malar-
eyri með klettum fremst, heitir hann Ytri-Grænitangi. Á tanga
þessum tjölduðu símamenn vorið 1927, meðan þeir unnu að
lagningu símalínu frá Þorskafirði (Þórisstöðum) að Djúpa-
firði. Innri-Grœnitangi er innar, sem næst fyrir miðju lóninu.
Hlíðin frá sjó upp að fjallsrótum eða Ferðamannagötunni,
en hún fylgir fjallsrótunum, innan frá Grímkellsstaðaá og út