Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 120
118
BREIÐFIRÐINGUR
rennur lítill lækur ofan af Seltagli, Innri-Sellœkur. Niður með
Seltúninu að innanverðu rennur og lækur, Ytri-Sellœkur oft
nefndur Sellækur sem mun vera vatnsból selbúa, enda kalda-
vermsl.
Selið var býli sem hét að fornu Flókavellir. Á Flókavöllum
var haft í seli um síðustu aldamót og þar hafðir sauðir á vetrum
og látnir liggja fyrir opnu húsi, sem allalgengt var með sauði.
Þá bjó á Hallsteinsnesi Jóhann Frímann faðir Gísla skipa-
smiðs á Bíldudal. Um 1880 hokruðu gömul hjón á Flókavöll-
um, Þorbjörg Einarsdóttir langamma mín og hennar maður
Björn Jónsson. Búskaparsaga þeirra varð mjög stutt þarna.
í Barðstrendingabók er út kom 1942 segir Pétur Jónsson frá
Stökkum bls. 38 að þetta forna býli nefnist Flókastaðir, mun
það sennilega réttara. Utanvert við Seltúnið fellur Flóká niður
hlíðina. Hún á upptök sín í Tjarnarósum og Mjóadal er síðar
getur. Flóká fellur í fossi fram af brúninni og er sá foss aðeins
kallaður fossinn í Flóká.
í brúninni fyrir ofan Seltúnið eru Selklettar og nefnist Sel-
skriða neðan við klettana niður að Seltúni. Á túninu sjást
greinilega allar byggingatóftir svo og túngarður, torfhleðsla
stendur vel. Brúnin og hlíðin heitir þarna Selkinn, út frá Sel-
taglinu og upp á brún. Nokkru ofar í Flóká, u. þ. b. 10-15 mín.
gang frá fyrrnefndum fossi, er annar foss, sem fellur í dimmu
skeifulöguðu gljúfrahvolfi og heitir Skuggafoss. Skammt fyrir
utan Skuggafoss á annar lækur upptök sín, kemur úr upp-
sprettusitrum í Seppakinn, þornar aldrei og rennur í grunnu
gljúfri fyrir neðan götu eða veg. Lækur þessi heitir Hrökkáls-
lœkur og fellur í Trosvík. Trosvíkurnafnið mun vera nýtt,
segir sagan að á fyrri stríðsárum hafi Eyjamenn fengið skógar-
högg þarna í hlíðinni og borgað með fiski eða trosi, sem hafi
verið skipað þarna upp, en þarna er lending mjög góð og
skógur alveg niður að flæðarmáli. Nafnið mun komið frá Hirti
Jónssyni í Gröf, sem fæddist í Gröf 1875, d. 1943 og bjó þar
allan sinn aldur. Nafn á víkinni var ekki áður vitað.
Utan Trosvíkur, en neðst og innst í Fögruhlíðarkleifunum,
er undir allháum berghamri 3-4 metra langur hellisskúti, með