Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 122
120
BREIÐFIRÐINGUR
neðan frá sjó og upp á fjall (Kolviðarhjalla). Þarna á milli
Hrökkálslæks að innan og Fögruhlíðarkleifa að utan væri hinn
ákjósanlegasti skógræktarstaður eða skógræktarsvæði, sama
má segja um Jöfnubrekku og umhverfi hennar, sem og mjög
víða á Hallsteinsneshlíð.
Utan við Trosvíkina er breitt nes, Kleifanes. Innst upp af
nesinu eru Fögruhlíðarkleifar, en þær ná neðan frá nesinu og
upp að Ferðamannagötu. Fögruhlíðarkleifar eru svo sem
Selkleifar á köflum allhátt hamrabelti en þó með skjólsælum
skógarbollum. Ferðamannagata hefur alltaf verið kölluð
Reiðgötur af fólki í Gröf og Hallsteinsnesi. Þær fylgja hlíðar-
rótum innan frá Grímkellsstaðaá (raunar einnig Gröf) og út
að Selkleifum, svo og af og til út alla hlíð að Hallsteinsnesi.
Upp af götunni fyrir ofan Fögruhlíðarkleifar er hjalli í brún-
inni sem heitir Kolviðarhjalli (segir nafnið sína sögu). Kolvið-
arhjalli er þéttum skógi vaxinn. Utan við Fögruhlíðarkleifar
er Fagrahlíð, hún nær frá kleifunum að innan og út að Fögru-
hlíðarhólum, sem raunar er aðeins einn hóll með þrem vörðu-
brotum.
Fagrahlíð er mjög skjólsæl fyrir neðan Fögruhlíðarbörð sér-
staklega, enda þar öll klædd allhávöxnum skógi allt niður að
sjó, fjallshlíðin vaxin grasi og kjarri að fjallsbrún. Litlu utar en
Fögruhlíðarhólar er Pórðarhorn, Pórðarhornskinn. Heitir
hlíðin svo fyrir ofan götuna á milli Þórðarhorns og Fögruhlíð-
arhóla. Neðan undir Þórðarhorni er stórgrýtt urð sem heitir
Pórðarhornsurð. Upp af Fögruhlíð eru Fögruhlíðarbrúnir
einnig oft nefndar Efri- og Neðribrúnir. Neðribrúnirnar eru
firnungshvolf (ofar fjallsbrún). Efribrúnir eru að mestu mel-
holt þar upp af. Niður Fögruhlíð renna tveir smálækir, Innri-
Fögruhlíðarlœkur og Ytri-Fögruhlíðarlcekur. Báðir falla í vog
rétt við svonefnt Hvalrif, en vogurinn heitir Kleifanesvík. Yst
í Kleifanesinu er tjörn sem heitir Kleifanestjörn. Að Kleifa-
nestjörn liggja tvö lítil rif sem sjór fellur yfir í stórstraumi.
Milli rifanna er skjólsæll hólmi, að nokkru vaxinn háum og
fallegum skógarrunna. Á rifið utan við tjörnina rak tannhval