Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 123
BREIÐFIRÐINGUR
121
í júlímánuði 1921 (heldur en 1920). Með u. þ. b. 150 cm langri
tönn, sem nú er geymd á Náttúrugripasafninu í Reykjavík.
Fram af Kleifanesinu eru tveir hólmar, Fremri-Langhólmi
og Efri-Langhólmi. Sá síðarnefndi er einnig nefndur Hærri-
Langhólmi. Fellur sjór alltaf fyrir þann fremri, en rif tengir
hinn við land og fellur ekki yfir það nema í stærstu flæðum.
Utan Kleifanesvíkur er nes sem heitir Tjarnanes, nesið
dregur nafn af tjörn sem er ofan við það og heitir Tjarnanes-
tjörn. Áðurnefnd Fögruhlíðarbörð er grasbekkur neðan við
Ferðamannagötu sem gengur eftir hlíðinni frá Fögruhlíðar-
kleifum að Fögruhlíðarhólum.
Ytri-Fögruhlíðarlækur rennur um hvamma sem heita Goð-
húsahvammar. Þar segir sagan að Hallsteinn hafi reist hof sitt.
Engar rústir eru þar sjáanlegar og nú er hvammurinn skógi
vaxinn. Áður var þar slægjuland. Miðgötur byrja í Goðhúsa-
hvömmum, liggja út hlíðina miðsvæðis og út á Ból, en þar
skammt fyrir innan túnið, sameinast þær Ferðamannagötu.
Rétt utan við Tjarnanesið er annar vogur Hliðhamarsvog-
ur. Fyrir öllum vogbotninum er afar skjólsælt skógarsvæði,
enda mjög skýlt í öllum áttum. Upp af vognum miðhlíðis en
neðan Miðgötu er Hliðhamar sem er allhár klettahamar með
urð undir. Það er eins og hann myndi þarna hlið, því aðeins
eru Miðgöturnar þarna færar fyrir ofan hamarinn. Upp af
Hliðhamri er smámelur eða skeið nefnt Hliðhamarsskeið. Það
er eini staðurinn á stóru svæði, sem hægt er að spretta úr spori,
inn af Hliðhamarsskeiði er áðurnefnt hlið.
Litlu utan við Fögruhlíðarhóla er Þórðarhorn svo sem áður
segir. Fyrir utan það breytir hlíðin um nafn og heitir nú um
sinn Stekkjarhlíð. Heldur hún því nafni út að Urðarmúla,
undir múlanum er stórgrýtisurð með lyngi og grasbollum hér
og hvar. Urðarmúlaurð nær frá Múlahyrnu og niður fyrir
Ferðamannagötu, er gatan þrædd í gegn um urðina.
Utan við Þórðarhornið kemur lækur niður hlíðina sem
heitir Þórðarhornslækur og rennur í Hliðhamarsvíkina utan-
verða. Neðan við Stekkjarhlíðina er gamall Stekkur, yst undir