Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 125
BREIÐFIRÐINGUR
123
Þorskafjörð fyrir Skálanes. Nesið liggur því vel við reka er
kann að slæðast inn á fjörðinn í vestan stormi og stórstreymi.
Er þessi trjáreki í nesinu alls ekki einsdæmi, þótt fræðimenn
telji svo.
Utan til í Grenitrésnesi eru hólmar, Krosshólmi heitir einn,
vafalaust af því að rif sem gengur fram í miðjan hólmann
myndar því sem næst kross eða té við hann. Utar í nesinu er
Staurahólmi. Mun það vera annað yngsta nafnið á svæðinu, en
nafnið er dregið af uppskipun á símastaurum haustið 1926. A
sléttri grasi vaxinni grund upp af Staurahólma er stakur stuðla-
bergsklettadrangur, nefndur Mjólkurklettur og þó miklu oftar
Stakiklettur þótt menn vissu hitt nafnið. Sagt er að þarna hafi
verið mjólkað áður fyrr.
Grasgrund þessi var oft af heimafólki nefnd Rekagrund
vegna þess að einmitt þar hafa væn rekatré borið á land.
Utar á nesinu eru tvær tjarnir, Fremri-Tjörn og Hærri-
Tjörn. Innan við Hærri-Tjörn er klettarani, sem gengur í sjó
fram og upp undir Stekkinn. Þetta eru flatir klapparásar og
nefndir Stekkjarásar. Þeir eru tveir, sá innri er styttri. Hormór
heitir mýrarfláki efst í Grenitrésnesinu, inn og suður af tjörn-
unum, þar er léleg slægja, sem og beit.
í Hormó eru mógrafir en mór lélegur. Litlu innar í nesinu er
mjög blaut mýri nefnd Krókmýri.
Upp af Stekkjarásum, spölkorn innan við Stekkinn er mýr-
arfláki nefndur Stekkjarmýrar. Utan til við Urðarmúlann er
hlíðarslakki sem heitir Fjárhúsabrekkur. Ef vel er að hugað má
þar enn sjá í hrískjarri móta fyrir óreglulegri hleðslu. Upp og
fram af Fjárhúsabrekkum er Stekkjardalur alllangur dal-
slakki. Utan til við Fjárhúsabrekkur er lækur sem heitir Þvott-
lækur. Hann fellur í Stekkjarvíkina, rétt fyrir utan Urðamúla-
læk. í Þvottlæk við Miðgöturnar var ullin þvegin, þá vatns-
skortur var heima. Fyrir utan Þvottlæk er lítill klettarani ofan
götu nefndur Litlimúli. Upp af honum er hallurinn, sem er
mót suðri og suðaustri að mestu vaxin kjarri og fjalldrapa,
heitir Vangur allt fram að Hvítubreiðu. Skammt utan við