Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 126
124
BREIÐFIRÐINGUR
Litlamúla kemur Fannlækur niður hlíðina. Hann fellur um
Fannskarð og myndar foss í skarðsbrúninni, er lítill í þurrka-
tíð.
Næsta nes vestan við Stekkjarvík heitir Krossnes. Fyrir öllu
Krossnesinu sem og allri strandlengjunni er mikil flæðihætta
fyrir sauðfé. Engin veit af hverju nafnið Krossnes er dregið. í
Krossnesi er mýri, sem heitir Steinmýri. Hún er kennd við ein-
stakan stein í mýrinni sem er u. þ. b. einn metri á hvorn veg,
en fer þó stundum í kaf, þegar mýrin bólgnar upp í frosthörk-
um. í mýrarjöðrunum var löngum dágóð torfrista og mikið
notað. Fleiri mýrar eru í nesinu, fúamýrar nafnlausar. Upp af
Steinmýrinni er skógi og grasivaxinn hvammur eða slakki sem
heitir Steinmýrarskógur. Þar austur af er holt eða klettahjalli
með þremur vörðubrotum sem nefndur er Þrívörðuholt eða
Þrívörður. Niður í Steinmýrina rennur áðurnefndur Fannlæk-
ur. Austarlega í Krossnesi er lítil tjörn sem heitir Litlatjörn oft
kölluð Litlatjörn í Krossnesinu. Á grasgrund á bakkanum
stendur stór nafnlaus klettur. Heldur ofar og utar en Litlatjörn
er önnur tjörn í Krossnesinu heitir Krossnestjörn, hún er mun
stærri en hin og fellur sjór í hana. í Litlutjörn fellur og einnig
sjór um stórstreymi.
Steinmýrin endar út undir Krossnestjörn, er affall úr mýr-
inni í tjörnina. Upp af Krossnestjörn er melholt, sem heitir
Krossnesmelur. Austast í Krossnesinu næst Stekkjarvíkinni er
slétt grasgrund sem heitir Langagrund. Út af henni er önnur
grund umflotin um flæði, hún heitir Flathólmi. Utan við Flat-
hólmann er hár hólmi með hamrabeltum að norðan. Á honum
er varða og heitir hann Vörðuhólmi. Hann er rétt fyrir utan
klettaranann sem Flathólmi endar á. í fremsta skerinu verpir
svartbakur og heitir skerið af því Svartbaksker. Yst í Kross-
neshólmum er allhátt klettasker sem heitir Miðdegissker. í því
er nokkur gróður, það er umflotið um flæði. Fleiri sker eru
fyrir Krossnesi, heita einu nafni Krossnessker.
Út af Krossnesi, litlu utar en Krossnestjörn er hólmi, svo-
nefndur Grœnitangi. Efst í Grænatanga er grasigróin grund,
er skiptist í sundur með klettabelti og heitir Efrigrund og