Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 128
126
BREIÐFIRÐINGUR
Nú beygjum við inn með Hallsteinsnési að vestan. Fyrst
norður af Fótbaldri eru nafnlaus sker og tangar þar til kemur
að Syðri-Lyngey. Nokkru norðar er annar hólmi heldur minni
Vestari-Lyngey. Hólmar þessir eru lyngi og grasi grónir og
báðar eyjarnar hömrum girtar að norðan. Við þær opnast
Djúpifjörður. í þeim báðum er nokkurt varp og fram í báðar
þornar um fjöru. Milli lands og Vestari-Lyngeyjar er lítil
grasflaga kringlótt að lögun og nefnd Grasflaga eða Gras-
hólmi. Beint í vestur frá Syðri-Lyngey er hnöttótt sker, sem
getur verið stórhættulegt fyrir sauðfé og heitir Lyngeyjarboði.
Flæði kindur þarna á boðanum, þá bjargast þær ekki á sundi
fyrir ofsastraumhörku.
Hverfum nú aftur í land þar sem frá var horfið. Vestan við
Skipatanga er smjátjörn sem heitir Skipatangatjörn. Litlu
vestan við tjörnina er klettahjalli með láréttu stuðlabergi og
smástalli upp undir slútandi brún, heitir Hrafnastallur, þar
hefur og hrafn orpið. Nokkru vestar við sjóinn er annar blá-
grýtis hamrahjalli eða klettur og nefnist Háiklettur. Undir
honum er garðlag og lítil grasflöt. Rétt norður af Háakletti er
gamalt túnstæði, eða ef til vill akurgerði, heitir Sólheimar.
Sést garður mjög greinilegur í kring en lítt húsarústir. (Pétur
Jónsson frá Stökkum segir í Barðstrendingabók bls. 38:
„Vestan við túnið gengur fram lítið nes, sem nefnist Sólheima-
tangi. Parerufornarbæjarrústir. Hétkotið Sólheimar. Sérþar
enn fyrir túngarði.“)
Litlu vestar er tangi fram í fjöröinn nefndur Sólheimatangi
úr honum liggur sæsími yfir Djúpafjörð. Myndar tangi þessi
sandvíkur skjólsælar eftir áttum (um 100 metra hvor). Syðri
víkin sérstaklega ákjósanlegur bað- og lendingarstaður enda
Sólheimatangavíkin mikið þekkt sem slík.
Lítið eitt innar en Sólheimatangi er smá melholt og sunnan
undir því er grasigróin hringlaga brekka, sem líkist túnstæði
með hlöðnum, vallgrónum garði í kring. Brekka þessi heitir
Gerði. Upp af tanganum alveg upp að hlíðarrótum gengur ás
sem heitir Helluás. Undir honum er allmikið af hellugrjóti,
sem hann dregur nafn sitt af. Á ásnum er uppsprettupollur,