Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 129
BREIÐFIRÐINGUR
127
Sólheimatangi vid Djúpafjörð. Stutt ofan við tangann var kornakurinn Sólheimar og sést
ennþá greinilega hvar hann hefur staðið. Grónes nær, Skálanes fjær. Ljósm.
Ól.Ólafsson
sem aldrei þornar og leggur seint, þar var oft sauðfé vatnað.
Inn með hlíðinni nokkuð fyrir ofan götu, er klettahjalli allmik-
ill, sem heitir Prœlskleif.
Munnmæli herma að þar hafi Hallsteinn hengt þræla sína,
þá er hann fann sofandi við saltgerðina í Svefneyjum. Annars
staðar er sagt að hann hafi hengt þá í Sviðnum, sem ertrúlegra
auk þess nærtækari gálgaklettar en Þrælskleif.
Inn af Þrælskleif og niður af henni inn á við eru háir bakkar
með sjó frarn, Háubakkar. Innanvert um þá miðja eru þrír
stórir blágrýtissteinar í beinni röð hver upp af öðrum, nefndir
Prísteinar. Þeir eru á merkjum móti Barmi, tveir ofan götu, en
einn fyrir neðan. Sá síðastnefndi er oft kallaður Landa-
merkjasteinn (í eintölu) og oftar var aðeins miðað við hann
einan, t. d. var jafnan sagt á Hallsteinsnesi að kindurnar væru
komnar inn undir Landamerkjastein, sjaldnar Þrísteina. Við
sjóinn niður af Landamerkjasteini er lyngi vaxin grund, nefnd
Lyngeyri. Hér eru vesturmörk landnáms Hallsteins. Nú
bregðum við okkur fram á fjall og að Kjósarvatni sem fyrr er
getið. Norður og upp af vatninu er grashvolf sem heitir Kvos.