Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 130
128
BREIÐFIRÐINGUR
Þar var 50 hesta slægja, mest gulstör. I Kvos var löngum
heyjað og „legið við“, hitað hlóðakaffi. í Kvos var um tíma
stunginn mór, mjög góður. Vestur af vatninu er hár grjót-
hryggur með stórgrýtisurð er þar liggur að vatninu, nefnd
Kjósarurð, neðan hennar suðvestan af vatninu nefnast Kjósir,
ná niður undir Teigshjalladal. Norðaustur af vatninu er allstór
mýrlend, lítt hallandi flatneskja, sem kallast Engi. Eftir Eng-
inu sem næst miðju rennur Engislækurinn, sem er merkja-
lækur Grafar og Hallsteinsness og rennur út í vatnið. Þar tekur
Grímkellsstaðaá við sem áður greinir.
Á Enginu óx stör, og breiðabrok meðfram læknum. Þarna
var með öllu sinulaust vegna vatnagangs, slægjan jafnan loðin
og grasgóð. Venja var að „liggja við“. Engjavegur langur og
strangur. Hæðin vestan við Engið heitir Sorðuröxl en Banns-
öxl norðar sem fyrr segir. Milli Barmsaxlar og Eggjasleggju í
Barmslandi, en á merkjum Barms og Hallsteinsness er smá-
mýrarsund, en Eggjasleggja aðeins norðar.
Nú hækkar landið mjög til suðvesturs og nefnist hæsta brún
þess út að Djúpafirði Skorarhjalli og ber hann hæst á Hall-
steinsnesfjalli. Nyrsta fjallsbrúnin skiptir löndum nrilli Hall-
steinsness og Barms allt frá Eggjasleggju og út alla fjallsbrún
til móts við Þrísteina á Háubökkum og Lyngeyrar við sjóinn.
Bæði af Barmsöxl og hæstum Skorarhjalla er mjög víðsýnt,
sést m.a. á hæstu fjallsbungu Bæjarfjalls á Bæjarnesi í Múla-
sveit, sem heitir Brandstadahunga. A Barmsöxl er grjót-
varða hlaðin af landmælingamönnum.
Út af Barmsöxl er hvolf með þrem tjörnum. Þetta hvolf
heitir Tjarnaósar og þar á Flóká upptök sín. Út af Tjarnar-
ósum er hár hóll með hömrum að norðan ognorðvestanverðu.
Hann heitir Stórhóll. Á honum er einhlaðin hjásetuhústóft,
vel nothæf með mosa á botni. Austan við hól þennan er Mjói-
dalur og sér vel yfir hann af Stórhól. í Mjóadal var löngum
heyjað. Heybandsvegur erfiður og langur.
Eftir dalnum endilöngum er sandholt og austan við það
samhliða dalnum er Mjóadalslág eða öðru nafni Syðri-Mjói-