Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 131
BREIÐFIRÐINGUR
129
dalur. Niður af Mjóadal er alldjúpur gilskorningur með
klcttum að austan. Þetta heitir Mjóadalskjaftur, meðfram
honum að vestan lá Heybandsvegur í Mjóadal. Eftir Mjóadal
rennur Flóká (er nú orðið stutt niður að Skuggafossi).
Fram af Mjóadal aðskilið af smáholti er Parturinn, sem fyrr
er nefndur. Austan við dalinn er Heybandsvegur fram í Kvos
og Engi. Austan við Heybandsveginn er hæð með tveim
vörðum. Hún heitir Háás og vörðurnar Háásvörður. Austuraf
vörðunum er Teigshjalladalurinn. Fram af honum er Kjósin,
allt fram að Kjósarurð. Teigshjalladalur nær niður að Teigs-
hjöllum en að utan afmarkar að nokkru Seltaglið dalinn.
Hellukleifer tæpt einstigi sem Ferðamannagatan Iiggur eftir,
þar sem kleifarnar verða eins og tvær í Selkleifunum undir
símalínunni. Utan við Seltaglið ofan brúnar eru Hœrri-Steina-
brekkur og aðeins neðar Neðri-Steinabrekkur. Þetta eru firn-
ungsbrekkur, út og vestur af þeim, heldur ofar er slakki sem
heitir Seljadalur. Hann byrjar austan og ofan við áðurnefndan
Skuggafoss.
Rétt upp af Selklettum er nær kringlóttur bolli sem heitir
Selkvos. þarna á Ytri-Sellœkur upptök sín, sá er rennur niður
með Seltúninu að innanverðu og áður getur. í fjallsbrúninni
þarna er mikið skarð. Þar mætti stífla til vatnsvirkjunar, en
mjög auðvelt er að veita Flóká inn í Selkvos til vatnsaukningar.
í Selkvos eru gamlar mógrafir.
Utan við áðurnefndan Skuggafoss tekur við lyngkinn, sem
er inn og upp af Kolviðarhjalla og heitir Seppakinn. Nokkuð
fyrir utan Seppakinn er stakur steinn sunnan í holti. Hann
heitir Seppi, enda líkist hann mest virðulegum smalahundi vel
við vöxt, sem situr þar á afturendanum.
Nú er komið að Kolviðarhjallanum. Utan hans og Innri-
Fögruhlíðarlækjar, taka við fyrrnefndar Fögruhlíðarbrúnir.
Utan við lækinn er Fögruhlíðarlág, nokkru utar á brúninni við
Ytri-Fögruhlíðarlæk er allstórt firnungshvolf sem heitir
Kaplalág.
Fögruhlíðarbrúnir ná út og upp af Þórðarhorni. Þá taka við
Breiðfirðingur - 9