Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 132
130
BREIÐFIRÐINGUR
Stekkjarhlíðarbrúnir, upp af Stekkjarhlíðarbrúnum utarlega
er firnungshvolf sem heitir Kúalág. Spölkorn utar er Neðri-
Dýjalág og Hœrri-Dýjalág, litlu framar eða ofar.
Þetta eru litlir firnungshvammar sem ganga austur í hæðina,
austan til við Stekkjardalinn. í þeim sprettur Urðarmúlalæk-
urinn upp. Dýjalágarlægðin nær saman upp af Urðarmúla.
Vestanvert við Dýjalágar er Stekkjardalur sem fyrr segir.
Framarlega í honum eru firnungsbrekkur er liggja þar þvert
fyrir. Þær heita Pverbrekkur. í Stekkjardal svo og á brúnunum
áðurnefndu er allgóð firnungsslægja er löngum var nýtt.
Austan við Stekkjardal en nokkuð framar en Fremri-Dýja-
lág eru tvær sandbungur með hvolfi á milli, þær heita Hunda-
þúfur. Fram og norðvestur af þeim taka við Sneiðingsmýrar
sem munu draga nafn af gömlum götum, Heybandsveginum
fram í Tjarnarósa. í þessum mýrum á Þvottlækur upptök sín.
Yst á Sneiðingsmýrum er djúpur gilskorningur nefndur Hross-
beinaskarð. Um það rennur Þvottlækur, niður á Hvítabreiðu,
sem er allstór grasbreiða sunnar og neðar, með uppsprettu-
dýjapolli. Aðeins vestar fráskilin af smáholti er Bjarnarauðs-
mýri. f henni á Fannlækur upptök sín.
Stutt vestur af Bjarnarauðsmýri er lægð með Bæjarlæknum
sem heitir Bæjarlág. Þar í kaldavermslu og mýrarsitrum á
Bæjarlækurinn upptök sín. Aðeins vestan við miðja Bæjarlág
er smálægð með lítilli tjörn og breiðabroki í kring, þarna má nú
oft sjá lómahjón. Þessi tjörn nefnist Mógrafatjörn. Mógrafir
miklar og gamlar eru við norðurtjarnarendann.
Fram af Bæjarlág er skarð í fjallsbrúnina, sem heitir Nón-
skarð og er eyktamark frá Barmi-ekki Hallsteinsnesi. Aðeins
utar en Landamerkjasteinar, en uppi á brún er Sjónarhóll
(hann er innanvert upp af Þrælskleif). Af Sjónarhóli er af-
bragðs útsýni um allan Djúpafjörð og miklu víðar. Fjalls-
brúnin upp af bænum vestan við Bæjarlág er nokkuð topp-
mynduð og heitir Valsvarða (á henni er varða, örnefnið er
annað).