Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 133
BREIÐFIRÐINGUR
131
Eyktarmörk á Hallsteinsnesi:
Dagmál er sól bar yfir fj allsbrúninni rétt sunnan Bæjarlágar.
Hádegi er sól var yfir Miðdegisskeri.
Nón er sól bar yfir Nónsteinum og/eða Snæfellsjökli.
Miðaftann er sól bar yfir Krakárskarði á Skálanesfjalli.
Náttmál er sól bar yfir Ytri-Lómahnúk á Grónesfjalli.
Vörslugarður um tún var ýmist úr torfi eða grjóti, þá tvöföld
grjóthleðsla
Örnefni í túni og við það
Innan til við túnið er Ból og neðan við Bólið eru hvammar,
sem heita Tittlingshvammar. Efst og vestast í túninu þar sem
túnið ber einna hæst er flöt sem nefnd er Lafsaravöllur, þar
var Lafsarakofi sem nú sést lítið af lengur. Nokkru ofar er
Kattarurð, öðru nafni Sorgarhornsurð, neðan undir Sorgar-
horni, sem er vestasta (nyrsta) fjallsbrúnin næst Djúpafirði.
Hornið er eins konar leiðarmerki á siglingaleið milli Skáleyja
og Porskafjarðar. Aðeins austar en Urðin í skjólgóðum
hvammi eru Kvíarnar og Kvíabólið, nær bæ.
Sagt er að Sorgarhornsnafnið sé komið af því að þangað hafi
örn flogið með barn sem hann hremmdi að móðurinni ásjá-
andi. Niður af Lafsaravelli en Ranhús, fjárhús og þar heim af
Ranhúsvöllur. Vestarlega í túninu er útrækt nefnd Kottún.
Berghús var fjárhús vestarlega í túnjaðri, áfast var hesthús
nokkru neðar en Ranhús. Berghúshallur nær frá Berghúsi
suður undir Nónsteina. Berghúshólar eru grasi grónir berghól-
ar, upp og suður af Berghúsi. Þeir eru harðlendir og sér í blá-
grýtishellu. Þarna var einatt þurrkað sauðatað. Neðstahús
einnig nefnt Lambhús, lítið fjárhús neðst og vestast í túninu,
mun áður hafa kallast sauðhús samanber nafnið Sauðhúsholt,
sem er aðeins neðantúns og litlu vestar. Austur af Lambhúsi er
Lambhúsvöllur.
Neðan við Bæjarhólinn er aflangur lítill hóll, sem nefndur
er Barnahóll. Beint niður af honum eru Nónsteinar, einn
þeirra sem er á aðra mannhæð er stærstur og heitir Nónsteinn