Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 134
132
BREIÐFIRÐINGUR
og er eyktarmerki í nónstað frá Hallsteinsnesi. Pá eigi sér til
Jökuls sem áður greinir, en þeir bera saman.
Niður af Nónsteinum neðarlega um mitt túnið er keilu-
lagaður allhár grasivaxinn hóll Hallsteinshóll, þar á Hallsteinn
bóndi og goðorðsmaður að vera heygður að fornum sið. Hól
þennan mátti aldrei ljábera, við því lágu víti mikil. í „Vest-
firskum þjóðsögum“ Arngríms Fr. Bjarnasonar (II. fyrri
hluti, bls. 39-40) er skráð frásögn Gísla Vagnssonar um
þennan hól, en þar er hann nefndur Hallsteinshaugur. Gömul
munnmæli herma að Hallsteinn hafi lagt svo fyrir að hann
skyldi grafinn, þar sem hann sæi til dysjar Gróar á Grónesi,
enda var hann sagður hafa átt vingott við hana, það sést á milli
þessara staða.
Austur af Hallsteinshól og nokkuð ofar ber túnið hátt og
nefnist Hólavöllur. Af hólnum er best yfirsýn yfir túnið og
næsta nágrenni þess. Hólavöllur endar í brattri brekku Hóla-
vallarbrekku. Neðan hennar nefnist Megra, sléttlend en
harðlend. Á Megru stóð hesthús nefnt Megruhús.
Austur af Hólavelli er Hesthúshvammur og enn austur er
Kjalarhóll. Litlu ofar stóð hesthús, Víkingshús. Upp af Kjal-
arhóli eru Heimri-Traðir, inn af þeim eru Innri-Traðir, sem
einnig eru kallaðar Syðri-Traðir. Traðirnar eru aðskildar af
torfgarði miklum og mjög fornum, nefndur Traðargarður.
Syðst og efst í túninu er fjárrétt hlaðin grjóti, kölluð
Réttin. Niður af Innri-Tröðum eru svonefndir Hólar og Lautir.
Þar er berjaland og var krökkum oft leyft að fara „suður í
Lautirnar“ að tína ber.
Yfir Bæjarlækinn sunnan og neðan við bæinn er Brunnhús.
Við það er kennd slétta í túninu, þar fyrir neðan nefnd Brunn-
húsflöt.
Rétt ofan Brunnhúss stóð Kúahlaðan en nokkru nær bæ
Fjósið. Þar aðeins neðar matjurtagarður, jafnan nefndur Kál-
garður og neðan hans Fjósflöt. Skammt ofar Kúahlöðu, þar á
hólhrygg stóð fjárhús, svonefnt Hólhús. Sunnan og ofan Hól-
húss er raklendi mikið nefnd Mýrin. Frá Kvíabóli og suður og
upp af fjárrétt nefnist allur hlíðarfóturinn ofar túni Brekkan.