Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 134

Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 134
132 BREIÐFIRÐINGUR og er eyktarmerki í nónstað frá Hallsteinsnesi. Pá eigi sér til Jökuls sem áður greinir, en þeir bera saman. Niður af Nónsteinum neðarlega um mitt túnið er keilu- lagaður allhár grasivaxinn hóll Hallsteinshóll, þar á Hallsteinn bóndi og goðorðsmaður að vera heygður að fornum sið. Hól þennan mátti aldrei ljábera, við því lágu víti mikil. í „Vest- firskum þjóðsögum“ Arngríms Fr. Bjarnasonar (II. fyrri hluti, bls. 39-40) er skráð frásögn Gísla Vagnssonar um þennan hól, en þar er hann nefndur Hallsteinshaugur. Gömul munnmæli herma að Hallsteinn hafi lagt svo fyrir að hann skyldi grafinn, þar sem hann sæi til dysjar Gróar á Grónesi, enda var hann sagður hafa átt vingott við hana, það sést á milli þessara staða. Austur af Hallsteinshól og nokkuð ofar ber túnið hátt og nefnist Hólavöllur. Af hólnum er best yfirsýn yfir túnið og næsta nágrenni þess. Hólavöllur endar í brattri brekku Hóla- vallarbrekku. Neðan hennar nefnist Megra, sléttlend en harðlend. Á Megru stóð hesthús nefnt Megruhús. Austur af Hólavelli er Hesthúshvammur og enn austur er Kjalarhóll. Litlu ofar stóð hesthús, Víkingshús. Upp af Kjal- arhóli eru Heimri-Traðir, inn af þeim eru Innri-Traðir, sem einnig eru kallaðar Syðri-Traðir. Traðirnar eru aðskildar af torfgarði miklum og mjög fornum, nefndur Traðargarður. Syðst og efst í túninu er fjárrétt hlaðin grjóti, kölluð Réttin. Niður af Innri-Tröðum eru svonefndir Hólar og Lautir. Þar er berjaland og var krökkum oft leyft að fara „suður í Lautirnar“ að tína ber. Yfir Bæjarlækinn sunnan og neðan við bæinn er Brunnhús. Við það er kennd slétta í túninu, þar fyrir neðan nefnd Brunn- húsflöt. Rétt ofan Brunnhúss stóð Kúahlaðan en nokkru nær bæ Fjósið. Þar aðeins neðar matjurtagarður, jafnan nefndur Kál- garður og neðan hans Fjósflöt. Skammt ofar Kúahlöðu, þar á hólhrygg stóð fjárhús, svonefnt Hólhús. Sunnan og ofan Hól- húss er raklendi mikið nefnd Mýrin. Frá Kvíabóli og suður og upp af fjárrétt nefnist allur hlíðarfóturinn ofar túni Brekkan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.