Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 141
BREIÐFIRÐINGUR
139
Stykkishólmi allir í
ana á hundavaði,
munu lifa margir því
mest á launþjófnaði.
Hér lýkur þeim sveitarvísum, sem kunnar eru, en þess er að
geta að út af stöku Sigurðar um Reyknesinga urðu nokkur
eftirmál, sbr. Breiðfirðing 1958. Ari Jochumsson í Skógum
tók upp þykkjuna fyrir sveitunga sína og sendi þessa vísu til
Sigurðar:
Yfir þveitir urð og mó,
orðstír sveita spillir,
með silfurfægða, svarta skó,
Sigurður hrognakyllir.
Sigurður henti skeyti þetta á lofti og sendi til baka svohljóð-
andi ávarp til Ara og nágranna:
Þá sinnuleysis sultarlogn
sækir að og horinn,
yrði feginn ef að hrogn
ætti þá á vorin.
Heimildir: Guðbjörg Jónsdót.tir, Broddanesi: Gcimlar glœður.
Sr. Jón Guðnason: Strandamenn
Sæmundur Björnsson frá Hríshóli átti vísurnar um Árneshrepp,
Hrófbergshrepp, Selströnd og Bjarneyinga.
Arnór Guðlaugsson átti vísurnar um Geirdælinga og bragarbótina
um Saurbæinn.
- Áður er getið vísnanna, er fóru milli Sigurðar og Ara Joch., þær
eru í Breiðfirðingi 1958. Allar aðrar vísur er að finna í handriti Hall-
dórs Jónssonar í Miðdalsgröf, Strand., Lbs. 1867, 8vo. Þar er fyrir-
sögnin: „Óþverri“ og enginn höfundur nefndur.