Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 147
Þórhildur Sveinsdóttir
Þáttur Maríu
Húnvetnsk frásögn
Eftirfarandi frásögn Þórhildar Sveinsdóttur skáldkonu frá Hóli í
Svartárdal er glögg lýsing á stöðu kvenna á fyrri tímum. Sjálfsagt gæti
þessi frásögn átt við hundruð ungra stúlkna á öllum öldum. Á meðan
engin félagsleg samhjálp né tryggingar hafði séð dagsins ljós, var
aðeins á mannlega hjálp náungans að treysta, en hún reyndist
stundum brigðul eins og gerist enn í dag.
Þess skal getið varðandi frekari vitneskju um Hillebrandtfeðgana
á Skagaströnd, þá er hana að finna í bók Magnúsar Björnssonar á
Syðrahóli - Hrakhólar og höfuðból, útg. 1959. Þar er ýtarleg frásögn,
er ber heitið Húsfrú Þórdís, bls. 208-262. E. K.
Ég er stödd niðri í Þjóðskjalasafni og er að leita þar í gömlum
kirkju- og prestþjónustubókum. í kirkjubókum Hofs og Spá-
konufells rekst ég á nöfn, sem minna mig á hálfgleymda sögu.
Ég skyggnist betur um og fer að leita að ártölum og dagsetn-
ingum. Ég fletti upp í manntölum og það fer að lifna yfir sög-
unni. Margt rifjast nú upp. Ég skrifa niður það, sem þarna er
að finna, en víðar verður að leita fanga. Margt kemur í leitinar
og loks eru komin drög að þætti þeim, er hér fer á eftir.
Ung var ég að árum, er ég heyrði talað um Nes og Skaga-
strönd. Föðuramma mín, María Jónsdóttir, átti þarna upp-
runa sinn og hafði dvalið þar lengi. Þarna hafði hún slitið
barnsskónum og síðan gifst manni af Ströndinni. Hún hafði
búið þarna og fætt börn sín á ýmsum stöðum. Ekki var ríki-
dæmi fyrir að fara, en hjálparlaust komust þau hjón af, þótt
ómegð hlæðist á þau. María var orðlögð fyrir nýtni og þrifnað,
fylgdi það henni til dauðadags.