Breiðfirðingur - 01.04.1985, Síða 151
BREIÐFIRÐINGUR
149
sögu. Ekki verður hún rakin hér, enda víða skráð. Hefur
Magnús Björnsson á Syðra-Hóli gert henni góð skil í þætti
sínum um Þórdísi á Vindhæli.
Lítið mun Sigurlaug hafa haft af móður sinni að segja í upp-
vextinum. Síðar lágu þó leiðir þeirra saman og var María þess
megnug að hlaupa undir bagga með dóttur sinni á erfiðri
stund.
Sigurlaug giftist Andrési Jónssyni frá Hólsgerði. Eignuðust
þau nokkur börn. Flest dóu í frumbernsku en tvö komust til
fullorðinsára. Eru þau bæði álífi, Guðmundur, búsettur á Ak-
ureyri, giftur og á afkomendur og Guðrún, er ekki hefur gifst.
Voru þær mæðgur saman til dauðadags Sigurlaugar, en hún
andaðist 8. sept. 1948. Sigurlaug var blind síðustu tólf æviár
sín. Naut hún þá framúrskarandi umhyggju dóttur sinnar, svo
fágætt mun vera.
María móðir Sigurlaugar giftist náfrænda sínum, Jóni
Mikael Magnússyni, Jónssonar, Mikaelssonar, Grímssonar
frá Grjótnesi á Sléttu.
Kona Magnúsar, en móðir Jóns var Sigurlaug Gnðlaugs-
dóttir, alsystir Bjarna Guðlaugssonar (Guðlaugsætt) - afa
Maríu.
Börn Jóns og Maríu, sem upp komust voru þessi:
Magnús, fór til Vesturheims, en þá voru Vesturfarir í algleym-
ingi, enda harðindaár og óhagstæður verslunarmáti. Næst
mun Guðlaug hafa verið. Hún á hér marga afkomendur.
Elísabet á einnig marga afkomendur. Sveinn var yngstur. Af-
komendur hans munu vera eitthvað á þriðja tuginn. Öll eru
þau systkin nú látin. Síðast andaðist Sveinn, 12. janúar 1951.