Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 152
Kristinn B. Gíslason
Fallnir Breiðfírðingar
Hermann Guðmundsson
Hermann Kristinn Guðmundsson var fæddur í Svefneyjum á
Breiðafirði 9. júní 1915. Foreldrar hans voru hjónin Guð-
nrundur Gunnarsson hagyrðingur frá Tindum á Skarðsströnd
og Sigurborg Sturlaugsdóttir Tómassonar bónda í Akureyj-
um.
Hermann var tekinn í fóstur af móðurömmu sinni, Herdísi
Kristínu Jónsdóttur í Akureyjum, á fyrsta aldursári, og ólst
síðan upp með henni þar, og síðar á Hnúki í Klofningshreppi
allt til fermingaraldurs.
Eftir það fer hann í vinnumennsku eins og títt var þá um
unglinga. Var hann bæði á Hvalgröfum og Geirmundarstöð-
um. Það er mikið og fallegt útsýni vestur yfir eyjaklasann á
Breiðafirði frá þessum jörðum áSkarðsströndinni, og því ekki
ólíklegt að Hermann hafi á þessum árum langað að kynnast
því umhverfi og þeim lifnaðarháttum sem eyjarnar höfðu að
bjóða. Eyjamenn voru þá líka tíðir gestir á þessum slóðum,
því hreppnum fylgdu þrjú eyjabýli, og bændurnir þar höfðu
jafnan mikil viðskipti við landsmenn. Bjarneyingar, þótt þeir
tilheyrðu öðrum hreppi, höfðu þar einnig ýmsa fyrirgreiðslu,
svo sem sumarhaga fyrir fé sitt, og voru oft fjölmennir í
Skarðsrétt á haustin.
Hann hefur því á þessum árum haft nokkur kynni af eyja-
mönnum, og heyrt frá þeim sjóferða- og veiðisögur, enda
heldur hann nú fljótlega fram til eyja. Fyrst á haustvertíðir í
Bjarneyjum fyrir húsbónda sinn á Geirmundarstöðum, og
nokkru síðar gerist hann vinnumaður hjá Valdimar Stefáns-
syni í Bjarneyjum.