Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 154
152
BREIÐFIRÐINGUR
æði kaldsamt, því margar þeirra voru alveg skýlislausar, og
því ekki um neina upphitun að ræða og fyrir kom að róið var
allan veturinn. Slíkt væri ekki boðið mönnum í dag.
Þegar róðrarbátar stækkuðu frá Stykkishólmi í lok
stríðsins, fór Hermann að stunda sjó á þeim. Var lengi með
Ágústi Pálssyni á Sæborginni og Hrímni og síðar með syni
hans Jóni Dalbú á Hrímni og Smára. Hermann var allstaðar
eftirsóttur sjómaður, svo að enginn formaður, sem hafði
kynnst honum vildi missa hann.
í lok stríðsáranna gerist Hermann eigandi að 3ja tonna
trillubát ásamt öðrum er Sjófugl nefndist. Varð þá formaður í
fyrsta sinn og það á eigin útgerð. Honum lánaðist það vel þótt
báturinn væri lítill. Fiskaði oft vel ekki síst af lúðu. Pað leyndi
sér ekki, að hann hafði fest sér vel í minni fengsælustu miðin
á grunnslóðum Breiðafjarðar, enda verið lengi með afla-
miklum og duglegum formönnum. Ég, sem skrifa þessar línur,
réri með honum á Sjófuglinum haustið 1947. Róið var á
Elliðaeyjar- og Höskuldseyjarmið, með línu og vanalega lagt
eitt kast af haukalóð. Það brást varla að fengist flyðra og
stundum stórar. Besta róðurinn fengum við seint í nóvember
norðaustur af Höskuldsey, um Wi tonn. Þá var nú Fuglinum
orðið brugðið áður en byrjað var að kútta. Ekki man ég hvað
þetta var á langa línu, varla á meira en 6-7 bjóð. Það var mjög
þétt ástaða, sérstaklega af ýsu, og endinn á lóðinni flaut upp
með fisk svo að segj a á hverj u j árni. Þá var nú minn maður hýr
á svipinn, en sagði ekki margt, enda aldrei hávaðamaður.
Árið 1956 keypti Hermann trillubátinn Felix frá Flatey
ásamt Sigurði Sörenssyni. Stærð hans hefur verið 4—5 lestir.
Þeir áttu hann saman í tvö ár, en þá seldi Sigurður sinn hluta
bræðrunum Jóni og Þorkeli Ólafssonum í Stykkishólmi.
Hermann átti síðan þennan bát ásamt þeim bræðrum og gerði
út, allt til ársins 1974 að hann missti heilsuna og varð að hætta
sjósókn.
Aflasældin brást ekki þótt komið væri á aðra fleytu, því
Hermann mun að minnsta kosti hafa verið fiskilóðsinn á Felix.