Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 162
160
BREIÐFIRÐINGUR
Kjartan áttu upp í svonefndar Helgafellseyjar. Það var látið
svo margt á bátinn sem hægt var og hann því hlaðinn. Ferðin
gekk í alla staði svo vel sem hægt var, og það skeði ekkert
sögulegt í henni. Eigi að síður verður mér oft hugsað til
hennar þegar minnst er á Bjössa Ingólfs.
Hreyfingar hans og athafnir í bátnum voru svo fumlausar og
markvissar að það minnti helst á íþróttamann, sem þjálfaður
er í sinni grein. Fað var gaman að sjá hann leggja að eyjununr
og fara frá þeim. Er góð sjómennska kannski eitt af því sem
gengur í erfðir?
Mér verður þá hugsað 47 ár aftur í tímann. Þá fór ég með
Pétri Kúld og fleirum úr Bjarneyjum suður í Hólm á litlum
báti í vondu veðri. Þá var mikið siglt og þá voru það seglin sem
björguðu, og það verð ég að segja, að þegar í bát var komið,
fundust mér handtök þessara frændmenna vera ótrúlega lík.
Björn eignaðist fimm börn með Ingunni fyrri konu sinni.
Pau eru:
Kristín Gunnbjörgf. 3-5 1947,
Ingólfur Rúnar f. 4-9 1948,
Ásgerðurf. 22-9 1953.
Sigurður f. 23-7 1955,
Svala f. 25-2 1959.
Með seinni konu sinni Guðrúnu Maríu eignaðist Björn 7
börn. Eitt þeirra dó stuttu eftir fæðingu, en hin eru:
Björn Kúld f. 24-9 1959,
Jóhann Kúld f. 24-9 1961,
Valdimar Kúld f. 18-9 1962,
Porsteinn Kúld f. 24-9 1963.
Eydís Kúldf. 28-9 1964,
Heimir Kúld f. 13-12 1965.
Allt er þetta velgefið ágætis fólk. Björn andaðist langt fyrir
aldur fram á sjúkrahúsi í Reykjavík úr hjartasjúkdómi sem
lengi hafði þjáð hann 2. febrúar 1976. Hann var jarðsettur frá
Stykkishólmskirkju 9. sama mánaðar. Með honum féll frá
góður liðsmaður úr íslenskri sjómannastétt.