Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 163
s
Ur annálum
Ballarárannáll 1661: Þá komu Hollenskir hingað á Breiða-
fjörð. Þá kom Einar Þórðarson á Flateyjarhöfn, og lágu þá
eftir í Bjarneyjum margir Hollenskir. Fyrir þeim var Stoffel
Jansen.
(Einar Þórðarson, er hér er nefndur, var skipherra í Hol-
landi sonur Þórðar Péturssonar í Tjaldanesi og voru Pétur á
Ballará - annálshöfundurinn - og hann systkinasynir.)
Hvammsannáll 1721: Á því ári komu Franskir í Grundarfjörð.
Sjö kapteinanöfnin voru þessi: 1. Jacob, 2. Samson Salaveria,
3. hans son 22 ára, Dominie Salaveria, 4. Adam Dogarette,
hann sýslaði um skipsskrokkinn undir Kirkjufelli, 5. Martin
Salaveria, 6. Miscant Salaveria, 7. Jacob.
Hvammsannáll 1724: Þá voru frost og í meira lagi ísalög um
Breiðafjörð eftir jólin, svo riðið var á Hrafney af landi og
gengið á ís milli Hrafnseyjar og Skoreyjar.
(Hér er átt við Hrappsey, en hið forna heiti eyjarinnar mun
vara Hrafnsey.)
Hvammsannáll 1727: Guðbjörg kerling dó í Brokey, að aldri
109 ára, svo gömul varð hún.
Hvammsannáll 1736: Kongsbréf kom út, að prestar skyldu ár-
lega uppteikna tölu og nöfn þeirra, sem deyja og fæðast, hver