Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 9
Elsa E. Guðjónsson
Arnaðarmenn biskupsdóttur?
Úr Dölum vestur
Til árnaðar Áma Björnssyni í tilefni af merkisdegi hans 16.
janúar 1992 þótti við hæfi að leita efnis úr Dölum vestur. Lá
því vel við að greina örlítið frá ámaðarmönnum þeim sem
skörtuðu á útsaumuðu klæði í kirkjunni á Skarði á Skarðs-
strönd um fjögur hundruð árum áður en afmælisbarnið sex-
tuga leit fyrst dagsins ljós þar í sýslu, að Þorbergsstöðum í
Laxárdal.
Útsaumað klœði, Þjms. 2028
Klæði það sem hér um ræðir, nú í eigu Þjóðminjasafns ís-
lands, Þjms. 2028, varðveittist í kirkjunni á Skarði þar til
Sigurður málari Guðmundsson fékk það, annaðhvort er hann
kom þangað á ferð sinni um Dali sumarið 1858 eða fljótlega
eftir það, ekki síðar en 1861. í vasabók sína frá 1858-1859
skrifaði Sigurður hjá sér áletranir sem á því eru,1 en í óprent-
aðri ritgerð eftir hann, „Um Islenzka kúnst að fomu og nýu,“
kemur fram að var það í hans eigu 1861.2 Af báðum þessum
heimildum má sjá að það var í tveimur hlutum, því að í vasa-
bókinni nefnir hann „dúka“ frá Skarði en ekki dúk, og í rit-
gerðinni tvö „dúkaslitur.“3
Að líkindum hafa dúkaslitrin orðið innlyksa á safninu eftir
lát Sigurðar 1874; þau voru ekki skráð í bók sem eign safnsins
fyrr en á ámnum 1892-1893, í tíð Pálma Pálssonar, forstöðu-