Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 10
8
BREIÐFIRÐINGUR
manns safnsins, og þá færð til ársloka 1881 sem „tjalddúkur“
án þess að getið væri um upprunastað eða með hvaða hætti og
frá hverjum þessi sami tjalddúkur hefði borist safninu.4 Dúka-
slitrin tvö frá Skarði voru illa farin þegar þau komu í safnið,
en árið 19105 voru lengjumar saumaðar saman að tilhlutan
Matthíasar Þórðarsonar, þáverandi þjóðminjavarðar,6 og fóður
lagt undir. í ítarlegri lýsingu í safnskrá sem hann tók saman,
líklega 1914 eða laust eftir það, er upprunastaðar klæðisins,
Skarðs á Skarðsströnd, getið, en enga vitneskju er þar að finna
um hvemig það kom til safnsins.7 Klæðið sem nú er 114 cm á
hæð og 75 cm á breidd8 er úr hvítleitu, upprunalega hvítu hör-
lérefti og saumað í það með fremur stórgerðum varplegg
(varpsaumi)9 með mislitu ullarbandi, bláu, rauðu og gulleitu.
Heldur er saumurinn viðvaningslega unninn.
A klæðinu eru myndir af sex nafngreindum dýrlingum í
ferhymdum umgerðum. Eru nöfn dýrlinganna letruð í um-
gerðunum undir fótum þeirra, en laufavafningar og brugðn-
ingar em til hliðanna og efst og neðst á klæðinu. Dýrlingamir
eru þessir, talið að ofan frá vinstri: Þorlákur biskup helgi,
Olafur konungur helgi, heilagur Benedikt, Magnús helgi Eyja-
jarl, heilagur Egidíus og Hallvarður helgi.10 Þvert yfir klæðið
ofantil, undir laufaviðarbekknum, er talsvert skert áletrun þar
sem lesa má stöðu, nafn og samastað Solveigar Rafnsdóttur:
abbadis solve[ig rafns]dotter i reynenese,n sem var síðasta
abbadís í klaustrinu á Reynistað (1508-1551; d. 1562).12
Notkun og varðveisla
I skrá safnsins telur Matthías Þórðarson klæðið vera „vegg-
tjald, máske altarisklæði;“ en vegna lögunar þess áleit Kristján
Eldjám að það hefði ekki verið altarisklæði heldur fremur
veggtjald.13 Eftir könnun á vísitasíum kirkjunnar má þó ætla
að þetta hafi verið altarisklæði það, annað af tveimur, sem
skráð var „brúkanligt Med Varpsaum“ 1675 og með sama
orðalagi 1699.14 Utsaumað altarisklæði er ekki nefnt í eldri
heimildum um skrúða Skarðskirkju, en myndefnið sem og