Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 16
14
BREIÐFIRÐINGUR
íslensk
klausturkirkja.
Innsigli
Reynistaðar-
klausturs. Frá
þvífyrir 1459.
Eftir teikningu í
AM217, 8vo.
Úr Sigilla
Islandica, I
(Reykjavík,
1965), bls. 222-
223.
ina frekast sprottna af því að Þorleifur var kosinn „til lög-
manns í stad Ara“ biskupssonar (154131),
enn sumir segia þat oc hafa tilfallid, at Jón biskup hefdi átt
laundóttr er Þurídr hét er verid hafdi nunna at stad í Reini-
nesi, enn vildi vera sjálfrád, enda hafi Solveig abbadys
Rafnsdottir ei viljad halda hana, hafi hún farid vestr til
Þorleifs lögmanns, en ei kann eg sann á því.32
Þá tilfærir Jón Espólín vísu Þorleifs, en segir um hana: „Nefnd
er þar Þuríðr þó önnur megi vera enn dóttir Jóns biskups.“33
Ljóst er af framangreindu að menn hefur þegar í lok 17. aldar
greint á um hvort Jón biskup hafi átt Þuríði fyrir dóttur og,
hafi hún verið til, þá hvort hún væri laungetin eða ekki. Jón
Espólín, sem skrifar á árunum 1823-1825, tekur ekki af tví-
mæli um tilvist hennar að heldur.
Svo að sjá að þeir fræðimenn 20. aldar sem fjallað hafa um
Jón biskup og börn hans - aðrir en Matthías Þórðarson,34