Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 17
ÁRNAÐARMENN B IS KUPS DÓTTUR
15
höfundur35 og Anna Sigurðardóttir,36 - hafi helst talið að
Þuríður hafi aldrei verið til, ýmist með því að tortryggja
sögusagnirnar um hana,37 segja þær markleysur,38 eða með
því að láta Þuríðar ógetið þótt önnur börn Jóns væru nefnd
með nöfnum.39 Höfundur er hins vegar þeirrar skoðunar að til-
gáta Matthíasar Þórðarsonar um tilurð klæðisins og varðveislu
þess á Skarði hafi við rök að styðjast og álítur þessu til styrkt-
ar að myndefni klæðisins falli að efni frásagnanna um örlög
Þuríðar það sem þær ná.
Ummæli í bókarkafla um Skarðsklæðið eftir Kristján Eld-
járn 1962 urðu raunar til þess, að vísu ásamt fleiru, að vekja
athygli höfundar á þessu síðast nefnda atriði, þó svo að
frásagnarinnar af Þuríði sé þar að engu getið. Kristján segir
meðal annars um dýrlingamyndimar:
Ekki er auðvelt að sýna, hvers vegna þessum dýrlingum er
öðram fremur raðað saman á klæði þessu. ... Ef til vill ber
... helzt svo að skilja, að hér séu saman komnir þeir dýr-
lingar, sem verið hafa árnaðarmenn einhvers eins manns.40
Undir lok kaflans segir Kristján ennfremur:
Klæðið hefur einhver saumað fyrir Solveigu eða í hennar
minningu, en óvíst er, hver saumað hefur eða hvers vegna
klæði með nafni þessarar konu geymdist á Skarði vestur. Ef
til vill er það Solveig abbadís, sem átt hefur þessa sex
árnaðarmenn.41
Höfundur er sömu skoðunar og Kristján að um ámaðarmenn
eins manns kunni að vera að ræða - telur einmitt mjög líklegt
að svo sé - en getur ekki fallist á að klæðið hafi verið saumað
fyrir Solveigu abbadísi42 og ekki heldur að þetta séu ef til vill
verndardýrlingar hennar.43 Miðað við þær ástæður fyrir vali
dýrlingamynda á klæðið sem höfundur telur sig hafa komið
auga á, virðist harla ólíklegt að svo sé, en hins vegar gætu