Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 19
ÁRNAÐARMENN BISKUPSDÓTTUR
17
urreglunnar sem við hann er kennd46 og klaustrið á Stað var
helgað.47 Einkenni Þorláks eru biskupsskrúðinn sem hann ber,
bagall hans og bók, en Benedikt einkennist af munkakufli og
ábótastaf, biskupshatti48 og bók. Um þriðja játarann, Egidíus,
verður rætt sérstaklega síðar.
Þá getur ekki heldur talist undrunarefni að sjá á íslensku
kirkjuklæði frá þessum tíma þrjá norræna dýrlinga auk
Þorláks helga: Ólaf konung Haraldsson sem féll (1030) í
orrustunni á Stiklarstöðum í Noregi,49 Magnús Orkneyjajarl
Erlendsson sem svikinn var í tryggðum og líflátinn (1116),50
og Hallvarð, norskan pilt af bændastétt sem var drepinn
(1043) er hann reyndi að bjarga lífi ranglega þjófkenndrar,
bamshafandi konu.51 Allir bera píslarvottar þessir kennimörk:
Ólafur kórónu, ríkisepli og öxi, vopnið sem hann var veginn
með, Magnús skreytt skarband, tákn jarlstignar,52 veldissprota
og sverð53 það sem banaði honum, og Hallvarður þijár örvar
sem urðu honum að bana54 og auk þess bók. Annað einkenni
Hallvarðs sem ekki kemur fram á Skarðsklæðinu er myllusteinn
sem banamenn hans bundu við lík hans til að sökkva því.55
Myndir af Ólafi helga voru mjög algengar á Norðurlöndum
á miðöldum,56 en líkneskjur Magnúsar og Hallvarðs talsvert
sjaldséðari, og ekki er höfundi kunnugt um myndir af þeim
saman öllum þremur utan Skarðsklæðisins nema í hópi tuttugu
og fjögurra dýrlinga á vængjabrík „Allra heilagra“ frá Onsóy-
kirkju í Noregi frá um 1520.57 Hyggur höfundur einnig af
þeim sökum að myndasamstæðan af þremenningunum hafi
verið valin á klæðið af sérstöku tilefni og kunni raunar að
skírskota til frásagnar í Guðmundar sögu Arasonar af leiðslu
þar sem þessir þrír dýrlingar í sameiningu komu syndugri
konu til hjálpar.
Leiðsla Rannveigar
I svonefndri Prestssögu Guðmundar Arasonar, sem samin var
stuttu eftir að hann lést 1237,58 greinir frá Rannveigu,