Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 20
18
BREIÐFIRÐINGUR
Islenskur bóndabœr. Spássíuteikning í Reykjabók, Jónsbók, AM 345fol. Frá
lokum 16. aldar. Ljósmynd: Stofnun Arna Magnússonar, Jóhanna Olafsdóttir.
austfirskri konu, sem uppi var undir lok 12. aldar og fylgt
hafði presti nokkrum nafngreindum en áður öðrum presti. Er
hún í sögunni sögð „í mörgu lage trúmaðr mikill, þótt henne
seist lítt um þetta.“59 Hún féll í leiðslu60 einn morgun, og
meðan hún lá þannig daglangt uns hún rankaði við sér um
kvöldið, þótti henni fjandar koma og grípa sig og létu þeir
hana bæði sjá og merkja ógnir helvítis í refsingarskyni fyrir
misgjörðir hennar. En er þeir voru að því komnir að steypa
henni ofan í djúpan pytt með vellandi biki, kallaði hún á helga
menn „til ámaðar orðs sér ok miskunnar við guð,“ fyrst á
Maríu drottningu og Pétur postula, og þar næst á „hinn heilaga
Ólaf konúng ok Magnús jarl inn helga ok Hallvarð, því at
menn héto þá mjök á þá hér á lande.“ Komu dýrlingarnir þrír
henni til bjargar, „fire því“ segja þeir henni
at guð er mildr ok miskunnsamr ok þú hézt á Marío
drotníngu ok Petr postula ok oss til ámaðar orðs þér, þá
sendo þau oss fire sik, er þú mundir nú fire farast ella, ok
hafa þau þat þegit af gude, at þu skalt lifna og béta
misverka þína, ...61