Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 21
ÁRNAÐARMENN BISKUPSDÓTTUR
19
Margt fleira sögðu dýrlingamir og sýndu Rannveigu í dáinu
að henni þótti, en hún sagði síðan Guðmundi Arasyni frá svo
sem saga hans hermir.62
Heimildir eru kunnar um sjö staði sem áttu eintök af
Guðmundar sögu á tímabilinu 1318-1550 og var Reynistaðar-
klaustur í þeirra tölu 1525.63 Er lítill vafi að sagan hafi verið
lesin þar yfir systrunum eða af þeim, og þær og þá Þuríður
einnig að líkindum þekkt söguna vel. Og trúlega hefði leiðsla
Rannveigar orðið Þuríði biskupsdóttur íhugunarefni, því ekki
verður annað sagt en að hliðstæður séu með líferni hennar og
Rannveigar hinnar austfirsku eins og það birtist í frásögnum,
þótt að vfsu sé ekki getið neinna barneigna Rannveigar.
Virðist ekki fráleitt að ætla að Þuríði kynni annaðhvort að hafa
verið bent á eða gert að fara að dæmi Rannveigar um val þess-
ara þriggja árnaðarmanna64 er hún vann klæðið eða að henni
hefði sjálfri þótt þeir vænlegur kostur sér til yfirbótar.
Hjálpari í nauðum
Enn er eftir að gera nánari grein fyrir sjöttu myndinni á klæð-
inu, mynd játarans Egidíusar (um 650-700), eins hinna fjórtán
nauðhjálpara.65 Hann var einsetumaður og síðar ábóti Saint-
Gilles-klausturs (Il(i)ansborgar) í Suður-Frakklandi, en klaust-
ur þetta var af reglu heilags Benedikts.66 Á myndinni er dýr-
lingurinn enda klæddur munkakufli og heldur á T-laga ábót-
astaf67 og bók. Þá sést á myndinni önnur tveggja einkunna
Egidíusar sem tengist sögu hans: hind sem nærði hann í ein-
verunni. Hitt auðkennið, ör68 veiðimanns í fylgdarliði konungs
sem hæfði hann en ekki hindina,69 vantar á myndina. En að
því er sagan hermir reisti konungur Egidíusi klaustrið, sem
síðar var nefnt Saint-Gilles, í sárabætur.70
Handbókum ber ekki að öllu leyti saman um hlutverk heil-
ags Egidíusar. Einna helst virðist hann talinn verndardýrlingur
fatlaðra og snauðra,71 betlara, járnsmiða,72 bogmanna, skógar-
höggsmanna73 og veiðimanna,74 en hans er einnig getið sem