Breiðfirðingur - 01.04.1995, Síða 24
22
BREIÐFIRÐINGUR
Velgerðakona Þuríðar?
Eins og sagt var nálægt upphafi þessa máls setti Matthías
Þórðarson fram tilgátu 1914 þess efnis að altarisklæðið frá
Skarði á Skarðsströnd, sem hér hefur mjög komið við sögu,
hafi verið saumað í klaustrinu á Reynistað, ef til vill af Þuríði,
dóttur Jóns biskups Arasonar, sem sett hafði verið þangað af
föður sínum nauðug, en flúið vestur að Skarði. Matthías sagði
enn fremur í því sambandi að Solveig abbadís hafi hjálpað
henni að flýja þangað: „Solveig kom henni undan vestur að
Skarði til Þorleifs lögmanns Pálssonar.“82 í hinum fáskrúðugu
heimildum um Þuríði sem áður hafa verið raktar kemur þó
hvergi fram berum orðum að Solveig hafi aðstoðað Þuríði við
að flýja vestur, heldur aðeins að abbadísin hafi ekki viljað
hafa hana nauðuga í klaustrinu og hafi Þuríður flúið. I fyrri
skrifum hefur höfundur tekið undir áðurgreind orð Matthíasar
gagnrýnislaust. Virðist raunar ekki fráleitt þegar grannt er
skoðað, að leggja megi skilning Matthíasar í hina knöppu frá-
sögn heimildanna, einkum ef jafnframt er höfð hliðsjón af
hinni alkunnu frásögn af aðstoð Solveigar við Þorstein Guð-
mundsson, ástmann annarrar dóttur Jóns biskups, Þórunnar sem
síðar var kennd við Grund í Eyjafirði, er Solveig sendi honum
hest til Hóla á laun og veitti honum með því liðsinni til að
flýja undan Ara biskupssyni.83
Saumaði Þuríður ef til vill nafn Solveigar í klæðið í þakk-
lætis- og virðingarskyni við abbadísina fyrir það að hún
reyndist vel ungri stúlku í nauðum og rétti henni hjálparhönd á
erfiðum stundum? Þeirri spurningu verður seint svarað.
21.3.1995
Tilvitnanir og athugasemdir
* Grein þessi, hér endurskoðuð og aukin myndefni, birtist í ritinu Dagamunur gerður
Arna Björnssyni sextugum 16. janúar 1992 (Reykjavík, 1992), bls. 27-38. Enn-
fremur hefur höfundur birt grein um sama efni, „En bispedatters forbedere?" f
Helena Edgren (ritstj.), Bild och kansla frán antik till nyantik. Picta Nr. 3.