Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 37
KOSNINGAR Á SNÆFELLSNESI 1844
35
Það verða amtmennirnir og 1 eða 2 sýslumenn, sem allt
gera, bændurnir geta ekkert fyrstu árin nema hlýtt á af van-
kunnáttu og einurðarleysi. Og við hverju öðru er að búast,
eftir því sem á undan er gengið öld fram af öld.2
Jón Sigurðsson taldi ógerlegt að útiloka embættismenn frá þing-
setu, „því þeir hafa marga þá kosti, sem ómögulega má án
vera,“3 og hann taldi það vera óskandi að nokkrir kaupmenn
yrðu á þinginu „því þeir þekkja eftir sýslan sinni margt það,
sem hvorki embættismenn né bændur eru kunnugir.4 Ennfremur
segir hann: „En mikill skaði væri það, ef bændur gjörðu mjög
mikið að að kjósa embættismenn, því þá mætti fara svo, að
alþýða missti framfara þeirra, sem til er ætlast hún fái af
þingunum, og gagni hennar ekki væri fylgt sem skyldi.“5 Jóni
Sigurðssyni var það ofarlega í huga hvemig alþingi yrði skipað.
Að sjálfsögðu vissi hann, eins og fram kemur hjá honum, „að
bæði velur konungur fulltrúa fyrir sína hönd og nokkra aðra
embættismenn þar að auki.“6 En þar fyrir segir hann:
Það þykir mér alllíklegt, að margt takist ófimlega í fyrstu,
en svo fer, hvenær sem byrjað er, og við megum ekki óttast