Breiðfirðingur - 01.04.1995, Síða 38
36
BREIÐFIRÐINGUR
það. Okkur fer víst annars ekki verr en öðrum, nema ef svo
væri, að við værum hræddir við mynd sjálfra vor, er ég þó
vona, að ekki verði.7
Til þess að geta verið í kjöri til Alþingis urðu menn að eiga 10
hundruð í jörð eða samsvarandi fasteign í kaupstað. Sama gilti
um kosningaréttinn. Það voru því ekki margir á kjörskrá í
fyrstu alþingiskosningunum árið 1844. í ísafjarðarsýslu t.d.
voru 80 á kjörskrá, og af þeim kusu 52, og var þó kosninga-
þátttakan þar meiri en víðast hvar annars staðar.8
í Snæfellsnessýslu virðast hafa verið nokkrir mjög fram-
bærilegir menn sem þingmannsefni. Arni Thorlacius kaup-
maður í Stykkishólmi kom „sérstaklega til greina sökum mennt-
unar og brennandi áhuga á þjóðmálum,“9 en hann mun hafa
verið manna „ófúsastur“ til þess að taka að sér þingmennsku.
„Enn má nefna vænan bónda úti á Nesinu, er var í miklu áliti,“
en það var Sigurður Jakobsson, snikkari og hreppstjóri á
Ingjaldshóli.10 Prestur Breiðuvíkurþinga, Hannes Jónsson að
Hamraendum, var einnig talinn vel fallinn til þingsetu. A
Staðastað var orðinn prestur Pétur Pétursson síðar biskup, sem
í þann tíma var talinn vera „sérlega frjálslyndur og fullur
áhuga fyrir stjórnmálum eins og þeir allir Víðivallabræður."11
Hann átti síðar fyrir sér „langa þingsetu“ eftir að hann var
orðinn háembættismaður og þótti þá ekki sérlega frjálslyndur
og bar „ekki gæfu til að fylgja Þjóðflokksmönnum að mál-
um.“12 Snæfellingar áttu þess þó ekki kost að kjósa séra Pétur,
að líkindum vegna þess að frá 1843 og fram á árið 1844 var
hann í Kaupmannahöfn, samkvæmt Isl. æviskrám, tók þar
doktorsgráðu 14. nóvember 1844.
Snæfellingum bauðst einnig frambjóðandi utan héraðs, en
það var Kristján Magnúsen á Skarði á Skarðsströnd, sýslu-
maður Dalamanna, og hafði hann verið „að róa undir í hægð-
um fyrir því að verða valinn fyrir einhverja sýsluna í amtinu,
og eru nefndar til þess ekki færri en þrjár, nefnilega Isafjarðar-,
Barðastrandar- og Snæfellsnessýsla, og sagt hann hafi sinn
fullmerktugan í hverri.“13