Breiðfirðingur - 01.04.1995, Side 41
KOSNINGAR Á SNÆFELLSNESI 1844
39
Hús Árna var eitt hið mikilhæfasta prívathús hér á landi,
allt byggt úr stórtrjám, og kallað „norska húsið“; hús-
búnaður allur hinn dýrmætasti, úr silfri og postulíni og
mahagonitré og allt þar eftir; enda var Árni einstakur
höfðingi, auðugur og menntaður, einhver hinn frægasti
skotmaður og sjómaður.16
Lúðvík Kristjánsson segir að Árni Thorlacius hafi stýrt skip-
um á milli landa fyrir verslun sína,17 hann hafi lesið og talað
frönsku, ensku og þýsku auk Norðurlandamálanna, og staðið í
sambandi við fleiri vísinda- og menntamenn í Norðurálfu en
nokkur annar maður á Vesturlandi.ls Hann hafi orðið fyrstur
manna íslenskra til þess að athuga veðurfar hér á landi
„nokkuð á vísindalegan hátt“,19 og birt niðurstöður sínar á
þessum veðurathugunum í veðurskýrslum á þýsku, ensku og
dönsku. Hann hafi einnig stutt að „skáldmennt og fræðistarf-
semi íslenzkra alþýðumanna“. Hann hafi reynst Sigurði Breið-
fjörð haukur í homi og gefið út sum rita hans, en Sigurður
tileinkaði honum Númarímur. Þegar bláfátæk vinnukona í
Breiðafjarðareyjum réðst í það fyrst íslenzkra kvenna að gefa
út ljóðabók eftir sig, hljóp Árni drengilega undir bagga.20
Lúðvík Kristjánsson telur að enginn maður sunnan Breiða-
fjarðar hafi haft betri aðstöðu til þess að gerast þar forustu-
maður í framfaramálum. Hann hafi átt tíðfarið um sýsluna og
haft náið samband við þá menn sem líklegastir vom til þess að
ljá þessum framfaramálum stuðning sinn, og sjálfur hafi hann
stutt „með ráð og dáð að því, að menningarvakning Vestlend-
inga og þjóðmálastarfsemi bæri sem mestan árangur.“21
Menningarvakning Vestlendinga og þjóðmálastarfsemi sem
hér er minnst á er hreyfing sú sem „Vormenn vestanlands"
undir forustu Ólafs Sívertsens prófasts í Flatey stofnuðu til
upp úr 1820, Framfarastofnunin í Flatey, sem fyrst og fremst
samanstóð af Eyjamönnum í Breiðafirði og Barðstrendingum,
en átti sér ágæta stuðningsmenn á Snæfellsnesi, svo sem Árna
Thorlacius. Þessi hreyfing, eða flestir sem að henni stóðu,
munu hafa verið ötulir stuðningsmenn Jóns Sigurðssonar, þar