Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 42
40
BREIÐFIRÐINGUR
á meðal Ámi, og skrifaðist hann mikið á við Jón, einnig
Bjarna amtmann Thorsteinsson. Um þessi bréfaskipti segir
Lúðvík:
Þess má geta um Áma Thorlacius, að þau fjölmörgu bréf,
sem varðveitt em frá honum til Jóns Sigurðssonar og Bjama
amtmanns á Stapa, bera því vitni, að hann er einn orðvarasti
og dómvægasti maður, sem við þá á bréfaskipti.22
Ámi Thorlacius getur þess í bréfi til Jóns Sigurðssonar að
hann álíti það ekki hollt fyrir þjóðina ef meiri hluti þingmanna
væru embættismenn og segist vita um einn slíkan, „er hafi lagt
drög til þess í þrem sýslum að vera kosinn fulltrúi. En litla
virðingu ber Árni fyrir þvílíkum áhuga“.23 Sjálfur taldi Ámi
sig vera í stétt bænda, en um þessar mundir var hann einnig
kaupmaður. Árni mun ekki hafa ýtt undir það að Snæfellingar
kysu hann fyrir fulltrúa sinn á þingið, verið hlédrægur í ver-
unni og ekki sóst eftir mannvirðingum. I bréfi til Jóns Sig-
urðssonar 30. júní 1844 segir hann: „Fyrir þessa sýslu þókn-
aðist bændum að velja mig. Ekki veit ég hvemig það fer, mig
skortir svo margt til þess að geta tekið þetta starf á hendur.“24
Þegar að því kom að Árni skyldi mæta til þings 1845 fór
hann hvergi og bar því við að þing stæði á þeim tíma er hann
síst mætti vera að heiman; sömu afsökun bar hann fram 1847.
Árni hafði verið stuðningsmaður þess að Alþingi yrði haldið á
Þingvöllum en ekki í Reykjavík. Þó svo að hann færi ekki til
þings, vann hann áfram að þjóðmálum heima fyrir, stóð fyrir
Þórsnesfundi 1849 og sá um undirbúning þess. Hins vegar
mun hugur hans æ meir hafa beinst til bóka- og handritasöfn-
unar og til fræðiiðkana.25
Á Snæfellsnesi vom 50 menn sem kjörgengir vom til
Þjóðfundarins 1851. Páll Melsted yngri, yfirvald Snæfellinga,
taldi aðeins einn úr þessum hópi færan um að fara á
Þjóðfundinn, það væri Árni, en segir jafnframt að hann væri
ófáanlegur til þess.26 Þá var Árni orðinn umboðsmaður kon-
ungsjarða í Arnarstapaumboði og því starfsmaður amtmanns,