Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 45
KOSNINGAR Á SNÆFELLSNESI 1844
43
að láta sér um munn fara, nákvæmlega ári síðar þessi orð:
„Það á þó ekki að verða mitt hlutfall að deyja úr sulti?“30
Þjóðmálaáhugi sá sem vaknaður var í Breiðafjarðareyjum
og í Barðastrandarsýslu mun ekki hafa verið jafn almennur í
Snæfellsnessýslu. Þó fóru Snæfellingar að dæmi sýslnanna
norðan Breiðafjarðar og í Strandasýslu og efndu til funda að
Þórsnesi. Þar komu saman menn úr Snæfellsnessýslu, Dala-
sýslu og Mýrasýslu. Á Þórsnesfund 1849 komu 60 menn, á
næsta fund, 1850, komu 70 menn. Kristján kammerráð á
Skarði var kosinn forseti á báðum þessum fundum. Þó virðist
svo sem hann hafi ekki verið sérlega áhugasamur um þá, því
að aðrir sáu um allan undirbúning. „Þar hafði ekki verið reist
búð, en Benedict Benedictsen rúðumeistari í Stykkishólmi
hafði boðist til að flytja þangað stórt tjald og Ámi Thorlacius
hafði svo mikið nesti með sér að heiman að hann gat miðlað
þeim sem þurftu.“31 Þetta var á fundinum 1849.
Miklu minna líf var með Þórsnesfundunum en Kollabúða-
fundunum í Þorskafirði hjá þeim eyjamönnum og Vestfirð-
ingum. Ólafur Sívertsen í Flatey, aðalhvatamaður þessara
funda, segir í bréfi til Jóns Sigurðssonar 24. nóv. 1854:
„Þórsnesfundur var enginn haldinn, því að forseti hans
kallaði aldrei á fundinn, enda er hann frá öllu áliti og gagn-
legum atburðum. Svona geta þá sjálf kammerráðin farið stund-
um.“32 Séra Guðmundur Einarsson á Kvennabrekku segir
einnig í bréfi til Jóns 1. sept. 1854: „Ekkert varð af Þórsnes-
fundinum í vor og mun kammerráð Magnúsen hafa kynokað sér
við að boða hann af einhverju k[ammerráðs] nenningarleysi.“33
Trúlegt er að „nenningarleysi" kammerráðsins hafi átt rætur
að rekja meðal annars til bréfs sem Trampe stiftamtmaður
mun hafa skrifað flestum sýslumönnum landsins vorið 1851,
þar sem hann biður þá að sjá um, „að bændur héldu eigi þessa
stjórnmálafundi, með því að álitsskjal sýslnanna um stjórnar-
málefnið bæri það með sér, að menn rötuðu ekki hóf né réttan
veg í hugsunum og skoðunum.“34 Kona Kristjáns var Ingi-
björg Ebenezersdóttir, sýslumanns Þorsteinssonar. Þau áttu
fimm börn er upp komust. Hann dó 3. júlí 1871.